Viðburðir

Stúdentaleikhúsið sýnir Igil Redug á Garðatorgi

Stúdentaleikhúsið sýnir Igil Redug 25.1.2019 - 27.1.2019 20:00 Garðatorg - miðbær

Stúdentaleikhúsið sýnir verkið Igil Redug eftir Natan Jónsson á Garðatorgi.

Lesa meira
 
Heilsueflandi samfélag

Ókeypis heilsufarsmæling á Álftanesi kl. 10-13 26.1.2019 10:00 - 13:00 Íþróttahúsið Álftanesi

Heilsa og heilbrigði er lykillinn að góðum lífsgæðum. Garðabær leggur sig fram um að sinna jafnt líkamlegu og andlegu heilbrigði bæjarbúa. Heilbrigði snýr ekki bara að líkamlegri vellíðan heldur einnig andlegri og félagslegri. Sveitarfélagið tekur virkan þátt í verkefni Embættis landlæknis um Heilsueflandi samfélag og býður því bæjarbúum upp á ókeypis heilsufarsmælingu.

Lesa meira
 
Gullsniðið er geggjað

Gullsniðið er geggjað kl. 13 í Hönnunarsafni Íslands 26.1.2019 13:00 Hönnunarsafn Íslands

Laugardaginn 26. janúar nk. kl. 13 mun arkitektinn Paolo Gianfrancesco halda fyrirlestur í Hönnunarsafni Íslands, Garðatorgi 1, um gullinsnið í tengslum við sýningu á verkum Einars Þorsteins Ásgeirssonar.

Lesa meira
 
Hildigunnur og Snæfríð

Smástundamarkaður - Hvað ætlar þú að gera við alla dagana 2019? 26.1.2019 13:00 - 15:00 Hönnunarsafn Íslands

Smástundamarkaður í samstarfi við hönnuðina Hildigunni Gunnarsdóttur og Snæfríð Þorsteins verður haldinn laugardaginn 26. janúar nk kl. 13-15 í Hönnunarsafni Íslands, Garðatorgi 1. Á markaðnum verður kynnt sérstaklega RIFDAGATAL sem þær hafa hannað og selt undanfarin ár ásamt fleiri skipulagsmiðuðum vörum sem nefnast KONTRÓLKUBBAR.

Lesa meira
 
Þorrablótið á Álftanesi

Miðasala á þorrablótið á Álftanesi 26.1.2019 13:00 - 15:00 Íþróttahúsið Álftanesi

Miðasala á þorrablótið á Álftanesi fer fram laugardagana 26. janúar og 2. febrúar kl. 13-15.

Lesa meira