Viðburðir

Listaveisla í Gróskusalnum og á Garðatorgi 4.6.2022 14:00 - 16:00 Gróskusalurinn

Mikil listaveisla verður í Gróskusalnum við Garðatorg 1 og á Garðatorgi laugardaginn 4. Júní. Í Gróskusalnum verður listasmiðja opin almenningi kl. 14-16 þar sem hægt er að læra að búa til gjafakort, til dæmis lítil blómagjafakort, í sjö skrefum með vatnslitum. Mögulega verða bréfpokar einnig skreyttir með vatnslitum. Louise le Roux myndlistarmaður og varaformaður Grósku stjórnar listasmiðjunni.

Lesa meira
 
Rauðglóandi götuleikhús - listahátíð í Garðabæ

Listahátíð: Rauðglóandi götuleikhús mætir í Garðabæ 4.6.2022 16:00 Garðatorg - miðbær

Hávaxnar undraverur og glaðværir trommuleikarar skálma um götur og torg og slá tóninn fyrir Listahátíð í Reykjavík 2022. Risavaxnir fánar og blævængir svífa yfir mannfjöldanum og loftið er þrungið spennu, fegurð og hrynjandi. Götuleikhúsið mætir í Garðabæ laugardaginn 4. júní kl. 16. Atriðið hefst við Litlatún og endar við Garðatorg. 

Lesa meira