• 7.10.2019, 17:30, Ránargrund 4

Arkitektar ganga um arkitektúr-Arnarnesvogur

Mánudaginn 7. október næstkomandi verður Alþjóðlegur dagur arkitektúrs haldinn hátíðlegur um allan heim. Af því tilefni mun Orri Árnason arkitekt hjá Zeppelin arkitektum ganga um og sýna veitingahúsið sem verið er að byggja í Arnarnesvogi í Garðabæ og sem stefnt er að opna í nóvember.

Mánudaginn 7. október næstkomandi verður Alþjóðlegur dagur arkitektúrs haldinn hátíðlegur um allan heim. Af því tilefni mun Orri Árnason arkitekt hjá Zeppelin arkitektum ganga um og sýna veitingahúsið sem verið er að byggja í Arnarnesvogi í Garðabæ og sem stefnt er að opna í nóvember. Húsið er byggt úr krosslímdum timbureiningum og er um 750 fermetrar að stærð. Gangan hefst framan við húsið, klukkan 17:30 og verður það sýnt að utan og innan.

Gangan er öllum opin, ungum sem öldnum. Kynnumst nærumhverfi okkar á nýjan hátt og sjáum hið manngerða umhverfi í nýju ljósi.