• 8.5.2020, 13:00, Bókasafn Garðabæjar

Bókamerkið: Glæpasögur - í streymi 8. maí klukkan 13

  • Lestrarklefinn

Bókamerkið er bókmenntaþáttur í beinu streymi af Facebook frá Bókasafni Garðabæjar en þættirnir eru gerðir í samvinnu við Lestrarklefann. Fjórða þættinum verður streymt föstudaginn 8. maí klukkan 13:00.

Bókamerkið er bókmenntaþáttur í beinu streymi af Facebook frá Bókasafni Garðabæjar en þættirnir eru gerðir í samvinnu við Lestrarklefann. Fjórða þættinum verður streymt föstudaginn 8. maí klukkan 13:00. Í þáttunum koma fróðir og skemmtilegir viðmælendur sem ræða sín á milli um bækur og ánægjuna við að lesa góðar bækur. Í þessum fjórða þætti mun Sjöfn Hauksdóttir, bókmenntafræðingur stýra umræðum um glæpasögur en hún fær til sín Evu Björg Ægisdóttur rithöfund og Sæunni Gísladóttur gagnrýnanda hjá Lestrarklefanum.