• 31.3.2019, 20:00, FG

Clueless - söngleikur í FG

Clueless - söngleikur í FG - sýning sunnudaginn 31. mars kl. 20. 

Clueless - söngleikur í FG - sýning sunnudaginn 31. mars kl. 20. 

Leikfélagið Verðandi í FG setur nú á svið í fyrsta skiptið á Íslandi, söngleikinn CLUELESS! Söngleikurinn er byggður á vinsælu 90´s rómatísku gamanmyndinni Clueless þar sem Cher og vinir hennar gefa okkur góða innsýn í það hvernig er að vera 16 ára unglingur í Berverly Hills í Los Angeles. Við fáum að fylgja Cher og vinum hennar í gegnum þann tilfinningarússíbana sem fylgir því að vera ungur og ástfanginn.

Leikgerð og leikstjórn: Anna Katrín Einarsdóttir
Danshöfundur og aðstoðarleikstjóri: Sara Margrét Ragnarsdóttir.
Texta og lagahöfundur: Hildur Kristín Stefánsdóttir, betur þekkt undir tónlistarnafninu Hildur.

ATH: Það er í raun ekkert aldurstakmark á sýninguna þar sem sýningin er alls ekki gróf en það er talað um áfengi, fíkniefni og kynlíf í leikritinu.  Sýningin er þó talin vera skemmtun fyrir alla fjölskylduna þar sem þessir hlutir eru útfærðir þannig að börn ættu ekki að skilja um hvað fjallað er.

Clueless er skemmtilegur söngleikur sem er stútfullur af flottum búningum, grípandi tónlist, mögnuðum dansatriðum og litríkum ljósum! Ef þú ert aðdáendi Clueless eða þér finnst gaman að hlægja og hafa gaman þá er þetta klárlega sýning sem þú mátt ekki missa af!

Viðburður á facebook

Miðasala er á tix.is.