• 1.2.2022 - 28.2.2022, Garðatorg - miðbær

Dúettar- 4.þáttur

Dúettar, 4.þáttur er kominn í loftið! Eða réttara sagt kominn á fjalirnar... eða enn betra er til sýnis nú á Garðatorgi í Garðabæ.

Dúettar, 4.þáttur er kominn í loftið! Eða réttara sagt kominn á fjalirnar... eða enn betra er til sýnis nú á Garðatorgi í Garðabæ.

Hann stendur til 28.febrúar n.k.

Fjórði þátturinn nefnist Af athygli. Athygli er eitt að því stóra í dag, því það virðist eins og allir séu að keppast um hana. En það er samt ekki sá vinkill sem ég hef í huga með þessum verkum mínum. Mig langaði að sýna tvenns konar nýtingu hennar. Amk gefa þeim mynd.

Fyrra verkið (vinstra megin) ber titilinn Athygli frestað. Frestunin er þó ekki athygli sem slík, heldur er eins og maður búi til fjarlægð á hið athyglisverða. Etv til að hugleiða það, láta það ekki gleypa sig með húð og hári. Kannski skoða hvað maður er að upplifa og hvernig manni finnst um það. Engu að síður er eitthvað form á hugsuninni, eitthvað form sem fangar athyglina, heldur henni, þó það sé ekki orðið "concrete" ennþá. Þetta er einskonar haltu-mér-slepptu-mér upplifun.

Unnið úr upplýsingum / Data Processing heitir verkið hægra megin. Mig langaði að fanga kraftinn þegar eitthvað nemur mann þannig með sér að annað virðist óhugsandi. Litirnir eru litríkari en í hinu verkinu, mýkri organískari form brjóta upp harðneskju hörðu formanna, komin meiri mannleg áhrif þar með og allir heimsins litir því að annað er óhugsandi í samvirkni manns með upplifunni. Maður rennur saman við og verður eitt með athyglinni (upplifunni?).