• 8.4.2019, 18:00 - 19:00, Garðatorg - miðbær

Fótatak eftir Samuel Beckett

  • Kristbjörg Kjeld og Pálína Jónsdóttir

Mánudaginn 8. apríl kl. 18 verður Fótatak eftir Samuel Becket sýnt á Garðatorgi. Leikarar eru Kristbjörg Kjeld og Pálína Jónsdóttir.

Fótatak eftir Samuel Beckett

Senuþjófurinn, nýtt leikhús í hjarta Garðabæjar, sýndi á laugardaginn var sviðsetta leiklestra á þremur stuttleikritum eftir Samuel Beckett. Húsfyllir var á sýningunni. 

Mánudaginn 8. apríl kl. 18 verður eitt verkanna, Fótatak sýnt á ný. Leikarar eru Kristbjörg Kjeld og Pálína Jónsdóttir. Trausti Ólafsson þýddi leikritið og leikstýrir því. Á undan sýningunni á mánudaginn, verður í stuttu máli sagt frá höfundarverki Becketts. Dagskráin tekur í kringum klukkustund. 

Senuþjófurinn er til húsa á annarri hæð á Garðatorgi 1, við hlið sýningarsalar Myndlistarfélagsins Grósku. 

Aðgöngumiðar kosta krónur 2000 og verða til sölu við innganginn. Eldri borgarar og öryrkjar fá 50 prósent afslátt á miðaverði.