• 26.2.2019, 19:30, Vídalínskirkja

Fræðslufebrúar - sálmar - tónlist og frásögn

  • Fræðslufebrúar í Vídalínskirkju

Fræðslufebrúar í Vídalínskirkju alla þriðjudaga í febrúar. Þriðjudaginn 26. febrúar kl. 19:30 verður fjallað um sálma.

Fræðslufebrúar í Vídalínskirkju alla þriðjudaga í febrúar.

Þriðjudaginn 26. febrúar kl. 19:30 verður fjallað um sálma. 

Viðburður á fésbókarsíðu Vídalínskirkju.

Sigurður Flosason tónskáld og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson rithöfundur hafa samið marga sálma saman. Þeir hafa lagt sitt að mörkum við að endurnýja sálmabókina. Á síðasta kvöldi Fræðslufebrúars ætla þeir að segja frá sálmunum. Sálmarnir verða einnig fluttir af Kór Vídalínskirkju undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar, Bylgju Dís Gunnarsdóttur og af höfundunum sjálfum. 

Aðgangur ókeypis og öllum heimill.