• 11.11.2023 - 25.11.2023, 13:00 - 17:00, Garðatorg - miðbær

Frjálst flæði og fjölbreytt myndlist: Haustsýning Grósku 2023

Meðal verka á sýningunni eru skúlptúrar og höggmyndir, skálar og vasar úr tré, vatnslitamyndir, málverk í olíu og akrýl og myndir unnar með ýmis konar blandaðri tækni svo fátt eitt sé nefnt.

Sýningin er opin helgarnar 11.-12., 18.-19. og 25.-26. nóvember. kl. 13:30-17:30.

Meðal verka á sýningunni eru skúlptúrar og höggmyndir, skálar og vasar úr tré, vatnslitamyndir, málverk í olíu og akrýl og myndir unnar með ýmis konar blandaðri tækni svo fátt eitt sé nefnt.

Sýnendur eru í Grósku, félagi myndlistarmanna í Garðabæ, en með þeim sýnir líka fjölhæfur gestalistamaður frá Grundarfirði, Lúðvík Karlsson Liston. Hann hefur unnið með grjót frá barnsaldri en notar auk þess málma og timbur og á veturna snýr hann sér stundum að maleríi. Úr efnunum mótast andlit, mynstur og form, tilhöggvin, samsett og endurmótuð eftir höfði listamannsins. Liston segist vera sjálfmenntaður og kallar sig alþýðulistamann.

Í Grósku er líka fjölskrúðugur hópur fagmenntaðra og sjálfmenntaðra myndlistarmanna en ein af hugsjónum félagsins er að allir fái að blómstra og njóta sín við listsköpun. Í fjölda ára hefur starfsemi Grósku skapað mikilvægan vettvang fyrir skapandi samneyti myndlistarmanna og eflt myndlistina og menningarlíf Garðabæjar. Gróska stendur að öllu jöfnu fyrir nokkrum myndlistarsýningum á ári, auk námskeiða og annarra viðburða.

Myndlistarmenn sem búa eða vinna í Garðabæ eru hvattir til að sækja um inngöngu í Grósku gegnum fésbókarsíðu félagsins: https://www.facebook.com/groska210/ eða með því að senda póst á groskamyndlist@gmail.com.

Fólk er hvatt til að gera sér glaðan dag, göfga andann og njóta listar á Haustsýningu Grósku. Myndlistarmennirnir verða á staðnum.