• 18.10.2019, 16:00, Bókasafn Garðabæjar

Gistinótt hjá böngsum

Í tilefni af Bangsadeginum þann 18. október mun Bókasafn Garðabæjar bjóða böngsum að gista eina nótt á bókasafninu Garðatorgi 7.

Í tilefni af Bangsadeginum þann 18. október mun Bókasafn Garðabæjar bjóða böngsum að gista eina nótt á bókasafninu Garðatorgi 7. Margt verður brallað og fær eigandi bangsanna myndir og stutta lýsingu hvað bangsinn hafði fyrir stafni þessa nótt með vinum sínum. Eigendur bangsanna geta komið með skráða bangsa eftir klukkan 16 föstudaginn 18. október. Útskrift er svo á milli klukkan 11 og 14 laugardaginn 19. október.