• 30.10.2021, 14:00, Tónlistarskóli Garðabæjar

Hrekkjavöku -jazztónleikar

  • Hrekkjavöku jazztónleikar

Laugardaginn 30. október klukkan 14 er fjölskyldum boðið á ókeypis hrekkjavöku-jazztónleika í sal Tónlistarskóla Garðabæjar að Kirkjulundi 11. 

Laugardaginn 30. október klukkan 14 er fjölskyldum boðið á ókeypis hrekkjavöku-jazztónleika í sal Tónlistarskóla Garðabæjar að Kirkjulundi 11. 

Það er kontrabassaleikarinn Leifur Gunnarsson, Sunna Gunnlaugsdóttir píanóleikari ásamt Ingibjörgu Fríðu söngkonu og sögumanni sem flytja dagskrá með leikrænum tilburðum en afturgöngur og köngulær koma við sögu. Tónlistarmennirnir flytja þekkta jazztónlist sem þau setja í hrekkjavökubúning og gestir eru hvattir til að klæða sig í hræðilega búninga í tilefni dagsins. 

Tónleikarnir eru ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.