• 19.9.2019, 18:00, Garðatorg - miðbær

Hvernig er að hjóla í Garðabæ?

  • Hjólum til framtíðar

Hjólafærni og LHM bjóða upp á rólega hjólaferð fimmtudaginn 19. september kl. 18 frá Garðatorgi.

Garðabær tekur þátt líkt og fyrri ár í Samgönguviku sem verður haldin 16.-22. september nk. Fjölmargir áhugaverðir viðburðir verða haldnir á höfuðborgarsvæðinu þá daga, meðal annars í Garðabæ þar sem hjólaráðstefnan Hjólum til framtíðar verður haldin föstudaginn 20. september nk. Meginþema ráðstefnunnar í ár er Göngum‘etta. Þó það sé frábært að hjóla er ekkert sem jafnast á við að ganga til samgangna en það virðist hafa orðið út undan í hugsuninni um fjölbreyttar ferðavenjur.

Hvernig er að hjóla í Garðabæ? Upphitun fyrir ráðstefnuna Hjólað til framtíðar:

Hjólafærni og LHM bjóða uppá rólega hjólaferð fimmtudaginn 19. sept kl. 18 frá Garðatorgi. Ætlunin er að skoða aðstæður fyrir hjólreiðar í Garðabæ og endum svo á veitingastað IKEA kL. 19.30. Árni Davíðsson leiðir hjólaferðina.