• 15.12.2019, 20:00, Vídalínskirkja

Jólatónleikar Gospelskórs Jóns Vídalíns til styrktar Píeta

GOSPELKÓR JÓNS VÍDALÍNS heldur sína árlegu jólatónleika sunnudaginn 15. desember kl. 20:00 í Vídalínskirkju, Garðabæ.
Aðgangseyrir er 2000 krónur og rennur allur ágóði til Píeta samtakanna. 

GOSPELKÓR JÓNS VÍDALÍNS heldur sína árlegu jólatónleika sunnudaginn 15. desember kl. 20:00 í Vídalínskirkju, Garðabæ.
Aðgangseyrir er 2000 krónur og rennur allur ágóði til Píeta samtakanna. Forsala miða er hafin á:
https://tix.is/is/event/9191/jola-og-styrktartonleikar/

Kórinn mun halda uppi jólastuðinu með kraftmiklum gospelútsetningum í bland við hugljúfa jólatónlist.
Tónleikagestir mega búast við orkumiklum flutningi, innlifun og vönduðum útsetningum eins og Gospelkór Jóns Vídalíns hefur getið sér gott orð fyrir, undir stjórn Davíðs Sigurgeirssonar.
Að venju mun glæsileg hljómsveit leika undir með kórnum, meðlimir hennar verða tilkynntir síðar.

Píeta samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða ásamt því að styðja við aðstandendur. Einstaklingar og aðstandendur sem vilja hjálp geta leitað til samtakanna og fengið viðtal hjá fagfólki, þeim að kostnaðarlausu.
Viðburðurinn á facebook.