• 1.5.2022, 13:00, Hönnunarsafn Íslands

Kröfuspjöld landnámskrakka og nútímakrakka í Hönnunarsafninu

Sunnudaginn 1. maí frá kl. 13 fer fram kröfuspjaldasmiðja í Hönnunarsafni Íslands.

Sunnudaginn 1. maí frá kl. 13 fer fram kröfuspjaldasmiðja í Hönnunarsafni Íslands.

Kröfur og óskir, vonir og þrár krakka í dag og krakka á landnámsöld verða ræddar og allir geta sagt sína skoðun. Kröfuspjöld verða svo hönnuð og útbúin og sköpunargleðin verður við völd.

Þær Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur og Ásgerður Heimisdóttir handverkskona og hönnuður leiða smiðjuna sem ætluð er allri fjölskyldunni. Smiðjan er ókeypis og liður í verkefninu Við langeldinn/Við eldhúsborðið sem styrkt er af Barnamenningarsjóði Íslands og ætlað er að vekja börn til umhugsunar um hvað er líkt og ólíkt með lífi barna á landnámsöld og í dag.