• 18.11.2021, 17:00, Bókasafn Garðabæjar

Leirlist og Norræn goðafræði

Í tilefni Norrænnar bókmenntaviku býður Bókasafn Garðabæjar og Norræna félagið upp á leirlistarsmiðju fyrir alla krakka með Björk Viggósdóttur, listamanni, fimmtudaginn 18. nóvember klukkan 17:00.

Í tilefni Norrænnar bókmenntaviku býður Bókasafn Garðabæjar og Norræna félagið upp á leirlistarsmiðju fyrir alla krakka með Björk Viggósdóttur, listamanni, fimmtudaginn 18. nóvember klukkan 17:00.
Unnið verður með arf norrænnar goðafræði og Völuspá og skapaðar fígúrur af ásum eða vanaættum. Og hver veit nema Ásgarður eða Askur Yggdrasill fái nýtt líf í leirnum?
Í lok smiðjunnar munu listamennirnir vinna með að búa til stop motion mynd úr leirlistarverkunum.
Smiðjan er ókeypis og opin öllum.

Munið að gæta að persónulegum sóttvörnum. Athugið grímuskylda á bókasafninu fyrir fólk fætt fyrir árið 2006.


Björk Viggósdóttir (f. 1982) lauk B.A námi í myndlist árið 2006 frá Listaháskóla Íslands, mastersnámi í Hagnýtri menningarmiðlun (Culture and Communication) í Háskóla Íslands og Listkennslufræði í Listaháskóla Íslands og er með listkennsluréttindi á öllum skólastigum. Björk starfar bæði sem listamaður og listkennari í Myndlistaskólanum í Reykjavík.
Hún hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum hér á landi og víða erlendis.