• 3.10.2021, 13:00, Hönnunarsafn Íslands

Matvælaumbúðasmiðja fyrir fjölskylduna

Sunnudaginn 3. október kl. 13 er fjölskyldum boðið að taka þátt í hönnunarsmiðju í Hönnunarsafni Íslands. 

Sunnudaginn 3. október kl. 13 er fjölskyldum boðið að taka þátt í hönnunarsmiðju í Hönnunarsafni Íslands. Það eru vöruhönnuðirnir Auður Ösp Guðmundsdóttir og Embla Vigfúsdóttir sem leiða smiðjuna en viðfangsefnið eru matvælaumbúðir. Hönnun Kristínar Þorkelsdóttur á matvælaumbúðum verður skoðuð og í kjölfarið borið saman hvernig matvæli voru geymd og borin fram á landnámsöld og hvernig við gerum þetta í dag og hugsanlega í framtíðinni. Í smiðjunni fara þátttakendur á flug og gerðar verða skemmtilegar hönnunartilraunir. Smiðjan er ókeypis en Barnamenningarsjóður Íslands styrkir verkefnið með yfirskriftinni Við langeldinn/Við eldhúsborðið.

Um Við langeldinn/Við eldhúsborðið:
Í fjölbreyttum smiðjum á Hönnunarsafni Íslands og Bókasafni Garðbæjar munu börn og fjölskyldur þeirra fá tækifæri til að velta fyrir sér lífinu á landnámsöld í samanburði við líf okkar í dag. Fornleifafræði, arkitektúr, bókmenntir, hönnun og handverk, sagnfræði og þjóðfræði eru viðfangsefni smiðjanna sem allar tengjast landnámsskálanum sem staðsettur er í Minjagarðinum að Hofsstöðum.