• 25.10.2019, 12:30 - 16:30, Hofsstaðaskóli

Menntadagur leik- og grunnskóla

  • Menntadagur í Garðabæ

Föstudaginn 25. október nk. er starfsdagur í leik- og grunnskólum Garðabæjar og eftir hádegi þann dag verður boðið upp á sérstakan menntadag fyrir kennara og starfsfólk á báðum skólastigum.

Föstudaginn 25. október nk. er starfsdagur í leik- og grunnskólum Garðabæjar og eftir hádegi þann dag verður boðið upp á sérstakan menntadag fyrir kennara og starfsfólk á báðum skólastigum. Þar gefst kennurum kostur á að velja úr og hlýða á fjölbreytt erindi í málstofum í húsnæði Hofsstaðaskóla en þetta er í fjórða sinn sem sérstakur menntadagur er haldinn í Garðabæ með þessum hætti.

Mörg áhugaverð erindi eru á dagskrá þar sem fjallað verður um verkefni sem hlotið hafa styrki úr þróunarsjóðum leik- og grunnskóla í Garðabæ undanfarin ár. Einnig verður kynning á meistaraverkefnum einstakra kennara ásamt verkefnum frá kennurum Fjölbrautaskólans í Garðabæ.