• 3.5.2019, 14:00, Vetrarmýri

Skóflustunga að fjölnota íþróttahúsi

Föstudaginn 3. maí kl. 14.00 verður skóflustunga tekin að byggingu fjölnota íþróttahúss í Vetrarmýrinni. 

Föstudaginn 3. maí kl. 14.00 verður skóflustunga tekin að byggingu fjölnota íþróttahúss í Vetrarmýrinni. Bæjarbúum er boðið
að vera viðstaddir þennan merka áfanga í sögu Garðabæjar en skóflustungan fer fram í Vetrarmýrinni á þeim stað sem húsið rís.
Boðið verður upp á hressingu, Vöffluvagninn mætir á svæðið.
Byggingin gengur að hluta til inn í Hnoðraholtið þar sem íþróttasalurinn verður. Í hliðarbyggingum vestan og sunnan megin
við íþróttasalinn verða búningsklefar fyrir iðkendur, þreksalur, upphitunarrými og önnur rými sem tengjast íþróttastarfsemi
í bæjarfélaginu.

Verið velkomin!