• 28.4.2019, 10:00, Vífilsstaðatún

Stóri Plokkdagurinn í Garðabæ

Stóri plokkdagurinn er sunnudaginn 28. apríl nk. og í Garðabæ verður plokkað í allar áttir meðfram Reykjanesbrautinni og gert út frá bílastæðinu á Vífilsstöðum.

Stóri plokkdagurinn er sunnudaginn 28. apríl nk. og í Garðabæ verður plokkað í allar áttir meðfram Reykjanesbrautinni og gert út frá bílastæðinu á Vífilsstöðum. Einar Bárðar og Áslaug Thelma verða á svæðinu með tínur, glæra plast poka og öryggisvesti sem þarf og hjálpa fólki af stað.

Vaktir frá kl. 10:00 til 12:00, 12:00 til 14:00 og 14:00 til 16:00.

Hægt er að mæta hvenær sem er og taka þátt en á starttímunum verða Einar og Áslaug til staðar til skrafs og ráðagerða. 
Viðburðurinn á facebook.