• 25.4.2019, 16:00 - 18:00, Garðatorg - miðbær

Sumarsýning Grósku

Árleg sumarsýning Gróskufélaga verður opnuð á sumardaginn fyrsta 25. apríl kl. 16-18.

Árleg sumarsýning Gróskufélaga verður opnuð á sumardaginn fyrsta 25. apríl kl. 16-18.

Í tilefni þess að 10 ár eru liðin frá því að Gróska var formlega stofnuð ætla félagar að vinna með þemað “Gróska”.
Einnig ætlum við að hverfa aftur til fortíðar og hafa sýninguna á þar til gerðum flekum inni á Garðatorgi eins og fyrstu sumarsýningar okkar gerðu.

Tónlistaratriði og léttar veitingar í boði.

Sýningin verður áfram opin til og með 2. maí á opnunartíma torgsins

Viðburður á fésbókarsíðu Grósku.