• 3.4.2018, Tónlistarskólinn í Garðabæ

Þriðjudagsklassík

Hið íslenska Gítartríó kl. 20 í sal Tónlistarskóla Garðabæjar

  • Þriðjudagsklassík

Tónleikaröðin Þriðjudagsklassík í Garðabæ er að hefja sitt fimmta starfsár og býður að þessu sinni upp á þrenna tónleika haustið 2017.

Viðburður á facebook

Næstu tónleikar:
Þriðjudaginn 3. október kl. 20:00 - Hið íslenska gítartríó: Svanur Vilbergsson, Þórarinn Sigurbergsson og Þröstur Þorbjörnsson
Þriðjudaginn  7. nóvember kl. 20:00 - Kammerhópurinn Camerarctica

Þriðjudagskvöldið 3. október nk. býður Hið íslenska gítartríó tónleikagestum á suðrænar slóðir með tónlist spænsku meistarana Isaac Albeniz og Manuel de Falla og brasilíska tónskáldsins Paulo Bellinati. Seiðandi og suðrænar tónmyndir og taktföst tónlist Brasilíu einkennir efnisskrá tríósins.

Hið íslenska gítartríó, sem stofnað var árið 2011, samanstendur af Svani Vilbergssyni, Þórarni Sigurbergssyni og Þresti Þorbjörnssyni. Tríóið hefur frá stofnun verið leiðandi í flutningi á klassískri gítartónlist auk flutnings á nýjum íslenskum tónverkum. Með þessari samsetningu hefur tríóið markað sér sérstöðu á alþjóðlega vísu og fjölgað verkum fyrir þessa hljóðfæra¬samsetningu svo um munar.
Tónleikar Þriðjudagsklassíkur fara fram í sal Tónlistarskóla Garðabæjar við Kirkjulund og standa yfir í um klukkustund. 
Aðgangseyrir er 1500 kr og miðasala er á staðnum fyrir hverja tónleika.  Nemendur í Tónlistarskóla Garðabæjar fá ókeypis aðgang.

Menningar- og safnanefnd Garðabæjar stendur að tónleikaröðinni en listrænn stjórnandi frá upphafi er Ingibjörg Guðjónsdóttir, söngkona og kórstjóri.

Þriðjudagsklassík á facebook