• 28.4.2022, 10:30, Bókasafn Garðabæjar

Tónagull fyrir yngstu börnin

Tónagull kíkir í heimsókn á Bókasafn Garðabæjar fimmtudaginn 28. apríl kl. 10:30.

Tónagull kíkir í heimsókn á Bókasafn Garðabæjar fimmtudaginn 28. apríl kl. 10:30.
Tónagull sérhæfir sig í vönduðum tónlistarnámskeiðum fyrir ungbörn og foreldra. Námskeið í Tónagulli henta mjög vel börnum frá fæðingu til 2-3 ára.

Máltaka hefst löngu áður en börn byrja að tala og sömuleiðis aðlagast börn tónlist sinnar menningar ótrúlega snemma. Reynslan sýnir að tónlist höfðar gríðarlega sterkt til barna. Í gegn um tónlist gefast tækifæri til að örva þroska barna á mörgum sviðum. Tónlistariðkun í hóp er einstök upplifun fyrir barn sem er að uppgötva umhverfið og læra á veröldina í kring um sig. Í Tónagulli er markvisst unnið með tónlist með aðferðum sem eru við hæfi þessa unga aldurs.