• 13.5.2020, 13:00, Bókasafn Garðabæjar

Bókamerkið - umræða um myndasögur

Eftir góða áskorun var ákveðið að gera fimmta þáttinn um myndasögur!
Þættinum verður streymt miðvikudaginn 13. maí klukkan 13:00.

Bókamerkið - umræða um myndasögur miðvikudaginn 13. maí 

Eftir góða áskorun var ákveðið að gera fimmta þáttinn um myndasögur!

Bókamerkið er bókmenntaþáttur sem sýndur er í beinu streymi frá Bókasafni Garðabæjar og gerður í samvinnu við Lestrarklefann. Þættinum verður streymt miðvikudaginn 13. maí klukkan 13:00.

Í Bókamerkinu koma fróðir og skemmtilegir viðmælendur sem ræða sín á milli um bókmenntir og ánægjuna við að lesa góðar bækur. Allir þættirnir eru aðgengilegir á fréttaveitu bókasafnsins á facebook.

Í þessum fimmta þætti mun Díana Sjöfn Jóhannsdóttir, viðburðarstjóri og bókmenntafræðingur stýra umræðum um myndasagnaformið en hún fær til sín Arnar Heiðmar Önnuson, formann nýstofnaðs myndasögufélags og Einar Másson teiknara og myndasagnasmið.
Þau munu ræða um íslenskar myndasögur, almennt viðhorf til sagnaformsins og myndlæsi.

Bókasafn Garðabæjar - vefur