| Bæjarráð Garðabæjar - 2. (2197) |
Haldinn í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi, 20.01.2026 og hófst hann kl. 08:00 |
|
Fundinn sátu: Björg Fenger formaður, Sigríður Hulda Jónsdóttir varaformaður, Hrannar Bragi Eyjólfsson aðalmaður, Þorbjörg Þorvaldsdóttir aðalmaður, Brynja Dan Gunnarsdóttir aðalmaður, Guðlaugur Kristmundsson áheyrnarfulltrúi, Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Linda Udengård sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Ágúst Þór Guðmundsson sviðsstjóri þróunar- og þjónustusviðs, Guðný Hrönn Antonsdóttir samskipta- og kynningarfulltrúi. |
|
Fundargerð ritaði: Lúðvík Örn Steinarsson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs |
|
|
|
|
|
Dagskrá: |
|
|
| Almenn erindi |
| 1. 2507256 - Fjárhagsáætlun Garðabæjar 2026 (2026 - 2029) - Hagræðing |
Bæjarstjóri kynnti útfærslu hagræðingar vegna fjárhagsáætlunar Garðabæjar fyrir 2026. Hagræðingarkrafa nemur alls kr. 200.000.000 og skiptist eftirfarandi á milli sviða: 1. Velferðarsvið kr. 50.000.000. Hlutfall hagræðingar 1,0% 2. Fræðslu- og frístundasvið kr. 80.000.000. Hlutfall hagræðingar 0,4%. 3. Umhverfissvið kr. 50.000.000. Hlutfall hagræðingar 1,4% (án eignasjóðs). 4. Þjónustu- og þróunarsvið kr. 15.000.000. Hlutfall hagræðingar 2,0%. 5. Fjármála- og stjórnsýslusvið kr. 5.000.000. Hlutfall hagræðingar 0,5%.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi hagræðingartillögur við fjárhagsáætlun Garðabæjar 2026 (2026-2029).
|
|
|
|
| 2. 2512299 - Kaldakur 8 - Umsókn um byggingarleyfi |
| Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Guðrúnu G. Johansen Steindórsdóttur, kt. 120571-3629, leyfi til að breyta fylgirými F yfir í T, að Kaldakri 8. |
|
|
|
| 3. 2510311 - Miðhraun 22 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi |
| Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Top trading ehf., kt. 410217-0740, leyfi fyrir milligólfi og breytingum á innra fyrirkomulagi atvinnuhúsnæðis að Miðhrauni 22. |
|
|
|
| 4. 2408215 - Bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu varðandi viðbrögð við niðurstöðu ESA vegna tekjuskattsundanþágu Sorpu bs., dags. 16.01.26. |
Bæjarstjóri kynnti stöðu málefna Sorpu bs. varðandi viðbrögð við niðurstöðu ESA um tekjuskattsundanþágu.
|
|
|
|
| 5. 2601280 - Beiðni Skátafélagsins Vífils og Hjálparsveitar skáta í Garðabæ um niðurfellingu fasteignagjalda 2026, dags. 13.01.26. |
| Bæjarráð samþykkir að veita Skátafélaginu Vífli og Hjálparsveit skáta í Garðabæ styrk að fjárhæð kr. 5.647.313 til greiðslu fasteignagjalda árið 2026. |
|
|
|
| 6. 2601282 - Beiðni Styrktar- og líknarsjóðs Oddfellowa um niðurfellingu fasteignagjalda 2026, dags. 15.01.26. |
| Bæjarráð samþykkir að veita Styrktar- og líknarsjóði Oddfellowa styrk að fjárhæð kr. 2.423.935 til greiðslu fasteignagjalda árið 2026. |
|
|
|
|
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00 |
|