Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
17. (2118). fundur
07.05.2024 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Björg Fenger formaður, Gunnar Valur Gíslason varaformaður, Margrét Bjarnadóttir aðalmaður, Ingvar Arnarson varamaður, Brynja Dan Gunnarsdóttir aðalmaður, Guðlaugur Kristmundsson varaáheyrnarfulltrúi, Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Linda Udengård sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Ásta Sigrún Magnúsdóttir samskiptastjóri.

Fundargerð ritaði: Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2312283 - Austurhraun 3 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingafulltrúa að veita Halli Kristmundssyni, kt. 220573-3899, leyfi til breytinga á innra skipulagi á 2. hæð hússins ásamt afleiddum framkvæmdum.
2. 2306581 - Blikanes 27 - Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Sveini Biering Jónssyni, kt. 141282-5149, leyfi fyrir stækkun og breytingum á útliti og innra skipulagi hússins ásamt því að fjölga bílastæðum á lóð.
3. 2111122 - Kumlamýri - úthlutun lóða og sala byggingarréttar.
Bæjarráð samþykkir skilmála um sölu á byggingarétti lóða við Kumlamýri. Lóðirnar verða auglýstar á vef Garðabæjar og hjá tilgreindum fasteignasölum. Bæjarráð samþykkir að lóðirnar verði auglýstar til sölu hjá fasteignasölum með 14 daga tilboðsfresti. Tilboð verða opnuð á fundi bæjarráðs, þriðjudaginn 28. maí 2024.
4. 2404377 - Prýðahverfi - úthlutun lóða og sala byggingarréttar.
Bæjarráð samþykkir skilmála um sölu á byggingarétti lóða við Steinprýði, Kjarrprýði og Garðaprýði. Lóðirnar verða auglýstar á vef Garðabæjar og hjá tilgreindum fasteignasölum. Bæjarráð samþykkir að lóðirnar verði auglýstar til sölu hjá fasteignasölum með 14 daga tilboðsfresti. Tilboð verða opnuð á fundi bæjarráðs, þriðjudaginn 28. maí 2024.
5. 2405028 - Tilboð í lóð fyrir veitingahús við Breiðumýri á Álftanesi.
Lögð er fram umsókn Pálmars Harðarsonar og Guðfinns S. Karlssonar í lóð við Breiðumýri 2, Álftanesi, en auglýst var eftir áhugasömum aðilum til að byggja og starfrækja veitingahús á lóðinnni.
Mat mun lagt á umsóknina í samræmi við auglýsinguna, m.t.t. fjárhagslegs styrks umsækjanda, mati á hugmyndum um fyrirkomulag byggingarinnar og raunhæfi hugmynda um uppbyggingu, fjárfestingu og rekstur veitingastaðar.

Bæjarráð vísar umsókninni til afgreiðslu og úrlausnar bæjarstjóra.
6. 2402030 - Útboð á ræstingum í stofnunum Garðabæjar.
Sviðsstjóri umhverfissviðs fór yfir helstu atriði varðandi útboð á ræstingu.
Bæjarráð samþykkir útboðs- og samningsskilmála vegna útboðs á ræstingum í stofnunum Garðabæjar, sem felst í að annast þrif stofnana Garðabæjar auk þess að leggja til allar hreinlætisvörur og sjá um áfyllingar á þeim.

Útboðinu er skipt í þrjá flokka m.t.t. eðli starfsemi og notkunar húsnæðis innan ársins. Um er að ræða (1) ræstingu í leikskólum, (2) ræstingu í grunnskólum og (3) ræstingu í öðrum stofnunum s.s. skrifstofum, fundar- og samkomusölum o.fl.

Umhverfissviði falin framkvæmd útboðsins.
7. 2401044 - Örútboð á raforku.
Eftirfarandi tilboð bárust í raforkusölu til þriggja ára, tímabilið 1. júní 2024 til 31. maí 2027, með heimild að framlengja til allt að eins árs, og til mest fjögurra ára samtals (tilboð krónur með vsk pr kWh):

1. Orkusalan ehf.
Almenn notkun 9,47 kr.
Götulýsing 9,47 kr.

2. N1 Rafmagn ehf.
Almenn notkun 10,13 kr.
Götulýsing 10,13 kr.

3. Orka náttúrunnar
Almenn notkun 10,24 kr.
Götulýsing 10,29 kr.

4. HS Orka
Almenn notkun 10,65 kr.
Götulýsing 9,96 kr.

5, Straumlind
Almenn notkun 9,52 kr.
Götulýsing 9,89 kr.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda, Orkusölunnar ehf. Samþykktin er með fyrirvara um að uppfylltir séu allir skilmálar útboðsins og er sviðsstjóra umhverfissviðs falin afgreiðsla málsins. Vakin er athygli á að samkvæmt 86.gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 þarf að líða 5 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106.gr. laga um opinber innkaup 20 daga frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um ofangreinda ákvörðun.
8. 2405040 - Tilkynning um ársfund Náttúruhamfaratryggingar Íslands.
Lagt fram ársfundarboð Náttúruhamfaratryggingar Íslands, sem haldinn verður fimmtudaginn 16. maí 2024.
9. 2405023 - Bréf Kvenfélags Garðabæjar varðandi kaffihlaðborð í Sveinatungu á hátíðarhöldum 17. júní, dags. 30.04.24.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindi um að hátíðarhlaðborð á 17. júní 2024 verði í Sveinatungu, fundarsal bæjarstjórnar ásamt því að vera á innitorgi á Garðatorgi.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu og úrlausnar bæjarstjóra.
10. 2405047 - Bréf IBO nefndar Samlífs, samtaka líffræðikennara varðandi styrk vegna þátttöku Sigríðar Margrétar Bjarkadóttur á ólympíuleikum í líffræði.
Bæjarráð samþykkir að verða við erindi Sigríðar Margrétar Bjarkadóttur, kt. 101105-2370 um greiðslu sumarlauna 2024 vegna undirbúnings fyrir þátttöku á Ólympíukeppninni í líffræði.
11. 2307150 - Fjárhagsáætlun Garðabæjar 2024 - úthlutun styrkja.
Bæjarráð samþykkir eftirfarandi tillögu um úthlutun styrkja:

Garðálfar - kór eldri borgara á Álftanesi kr. 450.000.-
Garðakórinn kr. 500.000.-
Kór Vídalínskirkju kr. 300.000.-
Bjarkarhlíð - miðstöð fyrir þolendur ofbeldis kr. 800.000.-
Samtök um kvennaathvarf kr. 800.000.-
Stígamót kr. 800.000.-
Örninn - minningar- og styrktarsjóður kr. 800.000.-
Aflið - samtök fyrir þolendur ofbeldis kr. 250.000.-
Krabbameinsfélag höfuðborgarsvæðisins kr. 100.000.-
ADHD-samtökin kr. 300.000.-
Kvennaráðgjöfin kr. 250.000.-

Bæjarráð vísar til umfjöllunar í Íþrótta- og tómstundaráði styrkbeiðnum Siglingaklúbbins Vogs og Hestamannafélagsins Sóta (rekstur reiðhallar.).
Bæjarráð vísar styrkbeiðni Hestamannafélagsins Spretts (reiðvegur) til umhverfissviðs.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).