Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulagsnefnd Garðabæjar - 2

Haldinn í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi,
29.01.2026 og hófst hann kl. 08:00
Fundinn sátu: Björg Fenger formaður,
Kjartan Vilhjálmsson aðalmaður,
Guðrún Dóra Brynjólfsdóttir aðalmaður,
Baldur Ólafur Svavarsson aðalmaður,
Guðlaugur Kristmundsson aðalmaður,
Hlynur Elías Bæringsson áheyrnarfulltrúi,
Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri, Anna Guðrún Gylfadóttir byggingarfulltrúi, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Hrönn Hafliðadóttir verkefnastjóri.
Fundargerð ritaði: Arinbjörn Vilhjálmsson, skipulagsstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2203422 - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030. Breyting 10. Stígakerfi í þéttbýli og þjónustukerfi
Lögð fram tillaga að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030 sem nær til stígakerfis.
Vísað til úrvinnslu hjá umhverfissviði.
2. 1710244 - Gálgahraun, deiliskipulag friðlands.
Dagný Bjarnadóttir gerði grein fyrir tillögu að deiliskipulagi Gálgahrauns og þeim forsendum sem lagðar eru til grundvallar.
Tillagan hefur verið löguð að tillögu að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030 sem nær til stígakerfis.
Vísað til úrvinnslu hjá umhverfissviði.
3. 2410080 - Hnoðraholt - Háholt - Aðalskipulagsbreyting
Lögð fram tillaga að breytingu Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030, rammahluta Vífilsstaðalands sem nær til háholts Hnorðraholts.
Tillagan gerir ráð fyrir eftirfarandi breytingum: Tákn fyrir svæði fyrir samfélagsþjónustu (4.05 S leikskóli) á háholti Hnoðraholts er fellt út. Iðnaðarsvæði (4.22 I, hitaveitutankar) á háholti Hnoðraholts er fellt út. Gert verður ráð fyrir svæði fyrir samfélagsþjónustu (4.22 S) þar sem núgildandi skipulag gerir ráð fyrir hitaveitutönkum. Þar sem að fyrir liggur að Veitur telja ekki þörf á að gera ráð fyrir svæði efst á holtinu fyrir hitaveitutanka gefst færi á að staðsetja leikskóla á stað sem hefur kosti umfram þann stað sem núgildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir. Lögun og stærð landnotkunarreitanna (4.04.Íb) og (4.18 Op) breytist lítillega.
Tillagan var auglýst samhliða tillögu að deiliskipulagi háholts Hnoðraholts og tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hnoðraholts norður.
Athugasemdir og umsagnir gefa ekki tilefni til breytinga á tillögunni.
Tillagan samþykkt óbreytt sem breyting á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 í samræmi við 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
4. 2409103 - Hnoðraholt-háholt, deiliskipulag
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Hnoðraholts suður, háholts að lokinni auglýsingu og skoðun umhverfissviðs og skipulagsráðgjafa ásamt þeim athugasemdum og umsögnum sem borist hafa.
Eftirfarandi breytingar hafa verið gerðar á tillögunni:
Einnar hæðar raðhús verða 18 í stað 11.
Tveggja hæða raðhús verða 22 í stað 30.
Parhús er fellt út úr tillögu.
Íbúðareiningar verða 75 í stað 77.
Gert er ráð fyrir staðsetningu dreifistöðvar rafmagns eins og minnst er á í umsögn Veitna.
Ýmsar minniháttar lagfæringar gerðar á greinargerð að tillögu umhverfissviðs og skipulagsráðgjafa.
Með breytingum á gerðum raðhúsa er komið til móts við athugasemdir sem borist hafa.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna með ofangreindum breytingum í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
5. 2509095 - Hnoðraholt N - Dsk.br. leikskóla- og þjónustulóð
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Hnoðraholts norður að lokinni auglýsingu. Tillagan gerir ráð fyrir því að lóðir fyrir búsetukjarna og leikskóla verði felldar út enda gerir tillaga að deiliskipulagi Hnoðraholts suður, háholt ráð fyrir sömu lóðum á öðrum stað. Afmörkun deiliskipulagssvæðis hefur verið felld að afmörkun tillögu að deiliskipulagi Hnoðraholts suður, háholt.
Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna sem breytingu á deiliskipulagi Hnoðraholts norður í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
6. 2406836 - Miðbær, svæði I og II, Garðatorg 1, deiliskipulagsbreyting.
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Miðbæjar, svæði I og II að lokinni auglýsingu ásamt þeim athugasemdum og umsögnum sem borist hafa. Lögð fram greinargerð umhverfissviðs þar sem athugasemdir hafa verið flokkaðar eftir efnisatriðum.
Skipulagsnefnd vísar tillögunni til úrvinnslu á umhverfissviði.
7. 1405080 - Móar, endurskoðað deiliskipulag
Lögð fram tillaga að endurskoðuðu deiliskipulagi Móa að lokinni auglýsingu ásamt þeim athugasemdum og umsögnum sem borist hafa. Lögð fram greinargerð umhverfissviðs þar sem athugasemdir hafa verið flokkaðar eftir efnisatriðum.
Skipulagsnefnd vísar tillögunni til úrvinnslu á umhverfissviði.
8. 2512424 - Kumlamýri 25-27 - Fyrirspurn til umhverfissviðs
Lögð fram fyrirspurn um gerð hljóðmanar austan Kumlamýrar meðfram Álftanesvegi ásamt umsögn deiliskipulagshöfundar.
Skipulagsnefnd telur skynsamlegt að framlengja hljóðmön til suðurs eins og lagt er til í fyrirspurn og í umsögn deiliskipulagshöfundar. Hún liggi þó vestanmegin gömlu sveitarfélagsmarkanna.
Vísað til umhverfissviðs að koma með tillögu að útfærslu. Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að sjá til þess að breyting deiliskipulags hljóti ferli í samræmi við heimildir embættisins.
9. 2501011 - Garðprýði 1 - Deiliskipulagsbreyting
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Garðahrauns sem nær til lóðarinnar Garðprýði 1 að lokinni auglýsingu ásamt þeim athugasemdum og umsögnum sem borist hafa. Einnig lagt fram erindi lögmanns umsækjanda þar sem brugðist er við þeim athugasemdum sem borist hafa.
Skipulagsnefnd telur að sjónarmið beggja aðila liggi ljóst fyrir og að andmælaréttur hafi verið virtur á báða bóga.
Í greinargerð deiliskipulags Garðahrauns eru sett fram markmið deiliskipulagsins. Þar segir í kafla 1.5. "Þar sem framkvæmdir eru heimilar samkvæmt skipulaginu er lögð rík áhersla á að halda sem best sérkennum svæðisins og vernda hraumyndanir eftir því sem nokkur kostur er." Enn fremur segir í kafla 2.1.2. um nýtingarhlutfall: "Stærðin takmarkast fyrst of fremst af mikilvægum umhverfisþáttum hverrar lóðar og er ekki sjálfgefið að þessi rýmilegu mörk (þ.e. uppgefið nýtingarhlutfall) gildi í öllum tilfellum."
Í kafla 1.5. er vikið að þeim möguleika að skipta lóðum upp: "Gert er ráð fyrir þeim möguleika að lóðum Hrauns og Hrauntungu verði skipt í smærri lóðir, með sambærilegu skipulagi og hér er fjallað um". Ljóst er að ekki var horft til möguleika að lóð Hraungarða (Garðprýði 1) yrði skipt upp, skv. greinargerð deiliskipulagsins.
Lóðin Garðprýði 1 er stærsta lóðin innan skipulagssvæðsins sem hefur verið skipulögð og stærri hluti hennar, allt að tveir þriðju, er skilgreindur sem svæði með hraunmyndunum sem taka þurfi tillit til við staðsetningu og útfærslu húss og lóðar. Það skýrist af því hve hraunmyndanir á lóðinni þar eru miklar og sérkennilegar og hafa áhrif á umhverfisgæði aðliggjandi húsa.
Viðbrögð eigenda aðliggjandi lóða hafa verið mjög afdráttarlaus og hafa þeir gengið út frá því að þeir myndu njóta þeirra gæða sem í hraunmyndununum felast til frambúðar. Þeim hefur verið bent á að byggingarreitur sá sem nú er til staðar hefði minnkað umtalsvert samkvæmt tillögunni þó svo að lóðinni yrði skipt í tvær lóðir. Afstaða eigenda aðliggjandi lóða er óbreytt, þó svo að síðari tillagan sem grenndarkynnt var geri ráð fyrir húsi á öðrum stað sem liggur neðar í lóðinni. Í svo viðkvæmu umhverfi þar sem áhersla er lögð á að varðveita náttúruleg sérkenni landslags er mikilvægt að sátt náist um framkvæmdir sem hafa árhrif á þau gæði sem leitast er við að varðveita. Skipulagsnefnd telur að framlagðar tillögur hafi ekki náð fram því markmiði og sé fullreynt að reyna að skapa sátt um þær.
Í ljósi ofangreindra atriða hafnar skipulagsnefnd grenndarkynntri tillögu.


10. 2507052 - Hagaflöt 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Lögð fram tillaga að umsókn um byggingarleyfi sem vísað var til kynningar hjá nágrönnum ásamt þeim athugasemdum sem gerðar voru. Sú breyting hefur verið gerð á tillögunni að viðbygging austan við bílageymslu er 50 cm frá lóðarmörkum.
Skipulagsnefnd leggur til að breyting verði gerð á áður grenndarkynntri tillögu að óverulegri breytingu deiliskipulags sem gerir ráð fyrir því að byggingarreitur verði 50 cm frá lóðarmörkum.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemd við að skipulagsstjóri leiði málið til lykta samkvæmt þeim heimildum sem embættið hefur um meðferð skipulagstillagna.
11. 2512363 - Lundaból - bílastæði
Lagt fram erindi foreldraráðs Lundabóls um öryggismál á bílaplani við leikskólann Lundaból.
Erindi vísað til umhverfissviðs til skoðunar.
12. 2411312 - Hrísholt 1 - Deiliskipulag
Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Hnoðraholts norður sem nær til lóðarinnar Hrísholts 1 ásamt athugasemdum sem bárust við grenndarkynningu. Sjónarmið lóðarhafa lögð fram.
Máli vísað til úrvinnslu á umhverfissviði.
13. 2512264 - Skerpluholt 13 - Fyrirspurn til umhverfissviðs
Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa um útfærslu á bílskýli á bílastæði lóðarinnar að götu. Lagt fram minnsiblað deiliskipulagshöfundar.
Svar: Skipulagsnefnd telur að bílskýli á þessum stað skerði útsýni frá aðliggjandi lóðum og myndi auk þess veita óæskilegt fordæmi.
Svar við fyrirspurn er því neikvætt.
14. 2506615 - Aðalskipulag Hafnarfjarðar, Krýsuvík - rannsóknarborholur - Umsögn
Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar, vegna rannsóknarborholna í Krýsuvík. Tillagan er í auglýsingu.
Skipulagsnefnd Garðabæjar gerir ekki athugasemd við tillöguna.
15. 2506617 - Krýsuvík, rannsóknarborholur lýsing deiliskipulag - ósk um umsögn
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi, vegna rannsóknarborholna í Krýsuvík. Svæðið sem tillagan nær til er vestan Krýsuvíkurvegar nyrst í lögsögu Hafnarfjarðar í Krýsuvík og er innan Reykjanesfólkvangs. Tillagan er í auglýsingu.
Skipulagsnefnd Garðabæjar gerir ekki athugasemd við tillöguna.
Fundargerð
16. 2601029F - Afgreiðslufundir skipulagsstjóra - 1
16.1. 2511232 - Framkvæmdarheimild - Sjóvarnir Álftanes
Lögð fram umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdarleyfi vegna sjóvarnarverkefna á Álftanesi samkvæmt samgönguáætlun á eftirfarandi stöðum:
Hliðsnes, Höfðabraut við Hlið, Kasthúsatjörn og Blikastíg.
Framkvæmdarleyfi Náttúruverndarstofnunar liggur fyrir. Skipulagsstjóri samþykkir veitingu framkvæmdarleyfis fyrir gerð sjóvarna á Álftanesi sem eru í samræmi við framlögð gögn í samræmi við 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr. 1182/2022.
16.2. 2601240 - Hólmatún 59A - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1
Lagðir fram uppdrættir sem fylgja umsókn um byggingarleyfi vegna 15 m² stálgáms vegna dælu/hreinsistöðvar við Hólmatún.
Uppdrættir eru í samræmi við samþykkt deiliskipulag vegna dælu/hreinsistöðvar við Hólmatún. Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við framlagða uppdrætti.
16.3. 2601206 - Hraunhólar 6A - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2
Lagðir fram uppdrættir sem fylgja umsókn um byggingarleyfi við Hraunhóla 6a. Hluti byggingar nær lítilsháttar út fyrir byggingarreit. Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við að við veitingu byggingarleyfis verið vikið frá kröfum 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sbr. 3. mgr. sömu greinar, hvað ofangreint atriði varðar. Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr. 1182/2022.
16.4. 2304055 - Fífumýri 15 - Umsókn um byggingarleyfi
Lagðir fram uppfærðir uppdrættir sem fylgja umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr við Fífumýri 15.
Uppdrættir gera nú ráð fyrir glugga og hurð á vesturhlið bílskúrs. Einnig hefur byggingarefni verið breytt.
Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið og voru því fyrri uppdrættir grenndarkynntir í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Þar sem skipulagslög kveða skýrt á um að ef ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið skal grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi vísar skipulagsstjóri umsókninni til grenndarkynningar samkvæmt ofangreindri lagagrein. Grenndarkynna skal eigendum Fífumýrar 12, 13 og 14, Krókamýrar 13,16 18 og 20 sem og Ljósamýrar 1 og 3. Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.1182/2022.
16.5. 2601143 - Vesturhraun 3 - Deiliskipulagsbreyting
Lögð fram umsókn um breytingu deiliskipulags Molduhrauns sem nær til lóðarinnar Vesturhraun 3. Gert er ráð fyrir stækkun byggingarreits við húsgafl að sunnanverðu að götu. Einnig er gert ráð fyrir að ákvæði um vegghæð hækki úr 7,5 í 8,35 m. Tillagan er sett fram á breytingaruppdrætti og fylgja með útlitsteikningar af fyrirhugaðri viðbyggingu.
Skipulagsstjóri metur tillöguna sem tillögu að óverulegri breytingu deiliskipulags Molduhrauns í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar henni til grenndarkynningar í samræmi við 44. gr. sömu laga. Breytt ákvæði um vegghæð skulu eingöngu ná til þeirra stækkunar hússins sem sett er fram í umsókn um byggingarleyfi.
Grenndarkynna skal eigendum og lóðarhöfum að Vesturhrauni 1 og 5 og Suðurhrauni 3 og 12.
16.6. 2509445 - Útholt 5 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Lagðir fram uppdrættir sem fylgja umsókn um byggingarleyfi fyrir Útholt 5-11, ásamt umsögn deiliskipulagshöfundar. Skipulagsstjóri tekur undir ábendingu í umsögn hvað uppbrot girðinga/skjólveggja varða meðfram lóðarmörkum.
Skipulagsstóri gerir ekki athugasemd við veitingu byggingarleyfis þegar lagfærður lóðaruppdráttur hefur borist.
16.7. 2509045 - Stekkholt 8 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Lagðir fram uppdrættir sem fylgja umsókn um byggingarleyfi fyrir Stekkholt 8 ásamt umsögn deiliskipulagshöfundar. Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við veitingu byggingarleyfis sem er í samræmi við framlagða uppdrætti.
16.8. 2512453 - Stekkholt 16 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2
Lagðir fram uppdrættir sem fylgja umsókn um byggingarleyfi fyrir Stekkholt 16 ásamt umsögn deiliskipulagshöfundar. Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd um veitingu byggingarleyfis sem er í samræmi við framlagða uppdrætti.
16.9. 2510424 - Stekkholt 31 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Lagðir fram uppdrættir sem fylgja umsókn um byggingarleyfi fyrir Stekkholt 31-41, ásamt umsögn deiliskipulagshöfundar og gatnahönnuða. Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við minniháttar lagfæringar á lóðarblöðum í kjölfar samráðs gatna- og húshönnuðar um útfærslu.
Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við veitingu byggingarleyfis sem er í samræmi við framlögð gögn.
16.10. 2511468 - Urriðaholtsstræti 3 - prufu holur - Fyrirspurn til umhverfissviðs
Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd.
16.11. 2405512 - Þorraholt 2-4 - Umsókn um byggingarleyfi
Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við lítilsháttar breytingar á aðaluppdráttum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00 

Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).