Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar
47.(2100). fundur
12.12.2023 kl. 08:00 kom bæjarráð Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Björg Fenger formaður, Gunnar Valur Gíslason varaformaður, Margrét Bjarnadóttir aðalmaður, Þorbjörg Þorvaldsdóttir aðalmaður, Brynja Dan Gunnarsdóttir aðalmaður, Sara Dögg Svanhildardóttir áheyrnarfulltrúi, Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Hulda Hauksdóttir deildarstjóri þjónustu og stafrænnar þróunar, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Linda Udengård sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Ásta Sigrún Magnúsdóttir samskiptastjóri.

Fundargerð ritaði: Hulda Hauksdóttir deildarstjóri þjónustu og stafrænnar þróunar.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2312097 - Málefni Strætó bs.
Á fund bæjaráðs kom Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs, og fór yfir málefni Strætó bs, nýtt leiðanet og leiðakerfi í Garðabæ.
Kynning í Garðabæ 12.12.2023.pdf
2. 2311003 - Vetrarbraut 1A-Umsókn um byggingarleyfi.
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita Veitum ohf. kt. 501213-1870, leyfi til að byggja dreifistöð raforku á lóðinni við Vetrarbraut 1A.
3. 2310514 - Ásgarður Garðaskóli - Umsókn um byggingarleyfi. (Kennslustofur B-C)
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita umhverfissviði Garðabæjar leyfi til að staðsetja færanlegar kennslustofur á lóð Garðaskóla.
4. 2310655 - Ásgarður Garðaskóli - Umsókn um byggingarleyfi. (Kennslustofur F-G)
Bæjarráð samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa að veita umhverfissviði Garðabæjar leyfi til að staðsetja færanlegar kennslustofur á lóð Garðaskóla.
5. 2312018 - Bréf Styrktarsjóðs Garðasóknar varðandi ársreikning fyrir árið 2022, dags. 30.11.23.
Lagt fram.
6. 2312031 - Erindi Kvennaathvarfsins um rekstrarstyrk fyrir árið 2024, dags. 04.12.23.
Bæjarráð vísar bréfinu til úthlutunar styrkja samkvæmt fjárhagsáætlun 2024.
7. 2312033 - Bréf menningar- og viðskiptaráðuneytisins varðandi sundlaugamenningu á skrá UNESCO, dags. 04.11.23.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til umsagnar íþrótta- og tómstundaráðs og menningar- og safnanefndar.
8. 2312113 - Samningur við menningar- og viðskiptaráðuneytið um Hönnunarsafn Íslands.
Drög að samningi rædd. Málinu frestað til næsta fundar.
9. 2311624 - Bréf UMF-Stjörnunnar varðandi áramótabrennu í Garðabæ 2023, dags. 30.11.23.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindi UMF-Stjörnunnar um að annast áramótabrennu og vísar því til afgreiðslu bæjarstjóra.
Erindi vegna áramótabrennu 2023.pdf
10. 2311614 - Bréf Eslöv varðandi vinabæjamót sumarið 2024, dags. 25.10.23.
Bæjarráð vísar bréfinu til nánari skoðunar hjá bæjarstjóra.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:20. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).