Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulagsnefnd Garðabæjar
6. fundur
08.05.2024 kl. 16:45 kom skipulagsnefnd Garðabæjar saman til fundar í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi.
Fundinn sátu: Björg Fenger formaður, Kjartan Vilhjálmsson aðalmaður, Sigþrúður Ármann varamaður, Baldur Ólafur Svavarsson aðalmaður, Guðlaugur Kristmundsson aðalmaður, Hlynur Elías Bæringsson áheyrnarfulltrúi, Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri, Anna Guðrún Gylfadóttir byggingarfulltrúi, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Hrönn Hafliðadóttir verkefnastjóri.

Fundargerð ritaði: Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri.
Formaður óskaði eftir því að bæta við máli sem ekki var í útsendri dagskrá, fundarliður 6 og var það samþykkt.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2110129 - Arnarland. Deiliskipulag
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Arnarlands sem er sett fram í greinargerð og tveimur uppdráttum.
Formaður skipulagsnefndar gerði grein fyrir samtalsfundum með íbúum í Akrahverfi, Hofakri og Arnarnesi sem sendu inn ábendingar á forkynningarstigi.
Vísað til úrvinnslu hjá umhverfissviði og skipulagsráðgjöfum.
2. 2404386 - Eskiás 7 og 10 - Deiliskipulagsbreyting
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Ása og Grunda sem nær til fjölbýlishúsa við Eskiás 6, 7, 8 og 10.
Tillagan gerir ráð fyrir því að hámarksfjöldi íbúða við Eskiás eykst um 22 eða úr 276 í 298.
Einnig að byggingarreitum á lóðunum nr. 7 og 10 við Eskiás verði breytt, þannig að þær íbúðargerðir sem þróaðar hafa verið á svæðinu gangi vel upp á lóðunum. Auk þess gerir tillagan ráð fyrir því að hámarkshæðafjöldi hækki úr tveimur í þrjár hæðir á lóðinni nr.10 og á nyrðri byggingarreit meðfram Eskiási á lóðinni nr. 7.
Skipulagsnefnd vísar tillögunni til auglýsingar í samræmi við 1.mgr. 43.gr. og 41.gr. skipulagslaga nr.123/2010.
3. 2403398 - Kjarrprýði 4 - Umsókn um byggingarleyfi
Lagðir fram aðaluppdrættir sem fylgja umsókn um byggingarleyfi fyrir einbýlishús á lóðinni Kjarrprýði nr.4. Í gildi er deiliskipulag Garðahrauns.
Umsókn vísað til umsagnar deiliskipulagshöfunda.
4. 2405090 - Hrauntunga, fyrirspurn um skipulag.
Lagt fram erindi lóðarhafa Hrauntungu við Garðahraunsveg (Gamla Álftanesveg).
Formanni skipulagsnefndar og skipulagsstjóra falið að ræða við lóðarhafa.
Baldur Ó. Svavarsson vék af fundi undir þessum lið.
5. 2405091 - Hnoðraholt norður - Vorbraut - Raðhús - Dsk.br.
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Hnoðraholts norður sem gerir ráð fyrir því að raðhúseiningum við Vorbraut verði fjölgað um þrjár. Þá bætist við íbúðareining í þrjár raðhúslengjur af fjórum. Ekki er um aukningu byggingarmagns að ræða.
Skipulagsnefnd vísar tillögunni til auglýsingar í samræmi við 1.mgr.43.gr.og 41.gr.skipulagslaga nr.123/2010.
6. 2404219 - Vorbraut 21-47 raðhús - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Lóðarhafi raðhúslengjunnar Vorbraut 37-47 spyr hvort unnt sé að breyta hæðarkótum á hæðarblaði þannig að hæðarkótar tveggja samliggjandi íbúðareininga geti verið sá sami.
Lögð fram umsögn skipulagsráðgjafa.
Með vísan í umsögn skipulagsráðgjafa gerir skipulagsnefnd ekki athugasemd við að hæðarkótum á hæðarblaði verði breytt eins og fyrirspyrjandi óskar eftir.
7. 2404300 - Skerpluholt 6, 8, 10 - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa Skerpluholts 6,8 og 10 ásamt umsögn deiliskipulagshöfundar.
Skipulagsnefnd vísar til nánari skoðunar hjá umhverfissviði.
8. 2307075 - Hafnarfjarðarvegur Olís - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Lagt fram erindi Veitna dags. 26.3.2024, þar sem fram kemur að Veitur geti ekki fallist á að lóð fyrir smádreifistöð, til þess að geta afhent rafmagn fyrir hraðhleðslustöðvar Ísorku/Olís á horni Hafnarfjarðarvegar og Vífilsstaðvegar, hafi ekki stoð í deiliskipulagi. Staðsetning dreifistöðvarlóðarinnar er utan deiliskipulagssvæðis Hafnarfjarðarvegar og á svæði sem skilgreint er í deiliskiplagi Ása og Grunda sem svæði þar sem deiliskipulagi er frestað.
Það þýðir að bensínstöðvarlóðin á sér ekki stoð í deiliskipulagi og því er óhjákvæmilegt að lóð smádreifistöðvar sem tengist umræddri bensínstöðvarlóð hafi sömu stöðu gagnvart skipulagi.
Skipulagsnefnd sýnir því skilning að Veitur vinni eftir verklagsreglum en til þess að dreifistöðvarlóðin geti eignast stoð í skipulagi þyrfti bensínstöðin að hafa þá sömu stoð og skipulagsnefnd mælir ekki með því að áætlunum verði breytt hvað það varðar.
9. 2404025F - Afgreiðslufundir skipulagsstjóra - 4
 
2403196 - Lambhagi 17 - Umsókn um byggingarleyfi
 
 
 
2206092 - Höfðabraut - Númer húsa
 
 
 
2403398 - Kjarrprýði 4 - Umsókn um byggingarleyfi
 
 
 
2401388 - Lækjarfit 6 - breyting á byggingarreit - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
 
 
 
2404209 - Hörgslundur 8 - Fyrirspurn um samþykkta notkun fasteignar
 
 
 
2306581 - Blikanes 27 - Umsókn um byggingarleyfi
 
 
 
2403297 - Blikanes 11 - Umsókn um byggingarleyfi
 
 
 
2402112 - Engimýri 6 - Umsókn um byggingarleyfi
 
 
 
2403256 - Smiðsbúð 7 - Umsókn um byggingarleyfi
 
 
 
2403295 - Skerpluholt 11 - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
 
 
 
2404037 - Skerpluholt 7 - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
 
 
 
2402397 - Útholt 3 - bílastæði - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
 
 
 
2401557 - Útholt 14- Umsókn um byggingarleyfi
 
 
 
2109212 - Kinnargata 92 - Umsókn um byggingarleyfi
 
 
 
2404301 - Grímsgata 6 - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
 
 
 
2404090 - Maríugata 17 - Fyrirspurn
 
 
 
2102106 - Maríugata 37 - Umsókn um byggingarleyfi
 
 
 
2404409 - Dýjagata 18 - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
 
 
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:45. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).