Fundargerðir

Til baka Prenta
Skipulagsnefnd Garðabæjar - 1

Haldinn í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi,
08.01.2026 og hófst hann kl. 08:00
Fundinn sátu: Björg Fenger formaður,
Kjartan Vilhjálmsson aðalmaður,
Guðrún Dóra Brynjólfsdóttir aðalmaður,
Ingvar Arnarson varamaður,
Guðlaugur Kristmundsson aðalmaður,
Hlynur Elías Bæringsson áheyrnarfulltrúi,
Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri, Anna Guðrún Gylfadóttir byggingarfulltrúi, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Hrönn Hafliðadóttir verkefnastjóri.
Fundargerð ritaði: Arinbjörn Vilhjálmsson, skipulagsstjóri
Formaður skipulagsnefndar óskaði eftir því að einu máli væri bætt við dagskrá fundarins sem var ekki tilgreint í fundarboði. Nefndarmenn féllust á það. Er það 10. mál í þessari fundargerð.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2406836 - Miðbær, svæði I og II, Garðatorg 1, deiliskipulagsbreyting.
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Miðbæjar Garðabæjar, svæðis I og II, að lokinni auglýsingu. Athugasemdir og umsagnir sem borist hafa lagðar fram.
Vísað til úrvinnslu hjá umhverfissviði.
2. 1405080 - Móar, endurskoðað deiliskipulag
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Móa að lokinni auglýsingu. Athugasemdir og umsagnir sem borist hafa lagðar fram.
Vísað til úrvinnslu hjá umhverfissviði.
3. 2512424 - Kumlamýri 25-27 - Fyrirspurn til umhverfissviðs
Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa að Kumlamýri 25-27 um hljóðmanir og uppsöfnun vatns á svæðinu.
Vísað til skoðunar hjá Umhverfissviði og skipulagsráðgjafa.
4. 2507363 - Krókamýri 14 - Fyrirspurn til umhverfissviðs
Lögð fram fyrirspurn húseiganda að Krókamýri 14 um viðbyggingu við húsið til austurs. Húsið er parhús og liggur fyrir yfirlýsing meðeigenda að þau geri ekki athugasemd við útfærsluna.
Ekkert deiliskipulag telst í gildi í Mýrum.
Skipulagsnefnd vísar tillögunni sem fylgir fyrirspurn til grenndarkynningar sem umsókn um byggingarleyfi í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynna skal lóðarhöfum að Krókamýri 8, 10 og 12, Fífumýri 1, 2 og 14 sem og Löngumýri 9, 11, 13 og 15.
5. 2505354 - Teistunes 1 - byggingareitur - Fyrirspurn til umhverfissviðs
Lögð fram fyrirspurn um útfærslu breytinga að Teistunesi 1.
Vísað til skoðunar á umhverfissviði.
6. 2512238 - Votakur 3 - Deiliskipulagsbreyting
Lögð fram umsókn um breytingu á deiliskipulagi Akra sem nær til lóðarinnar Votakur 3. Gert er ráð fyrir stækkun ytri byggingarreits til vesturs þar sem heimilt yrði að stækka kjallara og útbúa svalir ofan á viðbyggingu.
Skipulagsnefnd metur tillöguna sem óverulega breytingu deiliskipulags í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga og vísar henni til grenndarkynningar í samræmi við 44. gr. sömu laga. Grenndarkynna skal lóðarhöfum að Votakri 1 og 5 og Stórakri 2, 4, og 6.
7. 2502084 - Gilsbúð 9 (Sómi) stækkun byggingareits - Fyrirspurn til tækni- og umhverfissviðs
Lögð fram tillaga að breytingu deiliskipulags Búða sem gerir ráð fyrir stækkun byggingarreits á baklóð að Gilsbúð 9 og niðurfellingu kvaðar um holræsi að lokinni grenndarkynningu ásamt athugasemd sem borist hefur.
Gerð er athugasemd við að byggingarreitur sé stækkaður í átt að lóðum við Smiðsbúð og að fjarlægð á milli byggingarreita sé minni en 8 metrar.
Skipulagsnefnd bendir á að í deiliskipulagi Búða eru dæmi þess að fjarlægð á milli byggingarreita er álíka mikil og tillagan gerir ráð fyrir. Við veitingu byggingarleyfis fyrir viðbyggingu verður að tryggja að fullt tillit sé tekið til nálægðar og kröfur um brunavarnir uppfylltar. Einnig er gerð athugasemd við neikvæð áhrif á ásýnd en skipulagsnefnd telur vel hægt að útfæra byggingu þannig að ásýnd sé sambærileg við aðrar atvinnubyggingar á sama skipulagssvæði.
Með vísan í ofangreint samþykkir skipulagsnefnd tillöguna sem óverulega breytingu deiliskipulags Búða í samræmi við 41.gr.skipulagslaga nr.123/2010.

8. 2512239 - Skerpluholt 2 - Fyrirspurn til umhverfissviðs
Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa um útfærslu einbýlishúss.
Vísað til umsagnar deiliskipulagshöfundar.
9. 2512264 - Skerpluholt 13 - Fyrirspurn til umhverfissviðs
Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa um útfærslu einbýlishúss.
Vísað til umsagnar deiliskipulagshöfundar.
10. 2601093 - Dsk skóla- og íþróttasvæðis á Álftanesi - Endurskoðun
Tekin fyrir staða deiliskipulag skóla-og íþróttasvæðis á Álftanesi sem samþykkt var og staðfest í bæjarstjórn sveitarfélagsins Álftaness árið 2008. Uppygging á svæðinu og aðliggjandi svæðum hefur verið umtalsverð síðan og þarfnast deiliskipulagið því endurskoðunar og aðlögunar að núverandi stöðu.
Formaður skipulagsnefndar leggur til að hafist verði handa við að endurskoða deiliskipulagið í heild sinni og móta tillögu að breytingu deiliskipulagsins í kjölfarið. Hafa skuli samráð við íbúa og aðra aðila sem nýta sér svæðið með ýmislegum hætti og kalla eftir hugmyndum og sjónarmiðum.
Skipulagsnefnd tekur undir tillögu formanns og vísar málinu til vinnslu á umhverfissviði.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00 

Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).