Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð Garðabæjar - 3. (2198)

Haldinn í fundarsal bæjarstjórnar í Sveinatungu, Garðatorgi,
27.01.2026 og hófst hann kl. 08:00
Fundinn sátu: Björg Fenger formaður,
Sigríður Hulda Jónsdóttir varaformaður,
Hrannar Bragi Eyjólfsson aðalmaður,
Þorbjörg Þorvaldsdóttir aðalmaður,
Brynja Dan Gunnarsdóttir aðalmaður,
Guðlaugur Kristmundsson áheyrnarfulltrúi,
Almar Guðmundsson bæjarstjóri, Lúðvík Örn Steinarsson sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Guðbjörg Brá Gísladóttir sviðsstjóri umhverfissviðs, Ágúst Þór Guðmundsson sviðsstjóri þróunar- og þjónustusviðs, Guðný Hrönn Antonsdóttir samskipta- og kynningarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Lúðvík Örn Steinarsson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2509268 - Íbúakönnun - þjónustukönnun Gallup 2025 - kynning
Á fund bæjarráðs mætti Matthías Þorvaldsson, starfsmaður GI rannsókna ehf. og gerði grein fyrir helstu niðurstöðum þjónustukönnunar meðal íbúa Garðabæjar á árinu 2025. Ánægja íbúa með þjónustu bæjarins hækkaði á árinu 2025 miðað við árið áður. Könnunin leiðir í ljós að íbúar í Garðabæ eru þegar á heildina er litið ánægðir með Garðabæ sem sveitarfélag til að búa í.

Hulda Hauksdóttir deildarstjóri þjónustu og stafrænnar þróunar sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Gardabaer_þjk_svf_2025_MÁ_BIRTA.pdf
2. 2601008 - Samfélags- og viðburðarhús í Garðabæ.
Á hátíðarfundi bæjarstjórnar Garðabæjar sem haldinn var 6. janúar 2026 var samþykkt tillaga bæjarstjórnar að vinna að byggingu samfélags- og viðburðarhúss í bænum. Var bæjarráði falin framkvæmd samþykktarinnar.
Bæjarráð vísar málinu til skoðunar á þjónustu- og þróunarsviði og umhverfissviði til undirbúnings þarfagreiningar, staðsetningar, hönnunar og framkvæmda.
Tillaga bæjarstjórnar.pdf
3. 2601404 - Útboð - Stækkun Tónlistarskóli.
Bæjarráð felur umhverfissviði að bjóða út fyrirhugaða stækkun á tónlistarskólanum að Kirkjulundi 11 í Garðabæ í samræmi við deiliskipulagsuppdrátt. Um er að ræða u.þ.b. 590 m2 viðbyggingu á einni hæð ásamt 14 m2 kjallara. Gert er ráð fyrir opnu svæði með aðgangi að kennslustofnum, slagverkssal, blásarasal, salerni, kaffistofu og geymslu. Nýja viðbyggingin verður með inngang frá eldri byggingu.
4. 2405295 - Útboð - Flataskóli suðurálma.
Bæjarráð felur umhverfissviði að óska aftur eftir tilboðum verktaka í að rífa hluta Flataskóla, sem er steinhús samtals um 1.170 m². Hlutinn sem á að rífa er að meginhluta byggður á 1958 - 1963, viðbygging við suðurálmu er nýrri byggð á árunum 1992 -1993. Verkefnið á að vinna nú á sumarmánuðum og vera lokið 15. ágúst.
5. 2511091 - Opnun tilboða í útboð vegna gervigrasvalla á Ásgarðssvæðinu.
Eftirfarandi tilboð bárust í útboðsverkið "Garðabær - þrír vellir, endurnýjun gervigrass":

1. Altis ehf. - tilboð 3, kr. 268.960.284.
2. Altis ehf. - tilboð 2, kr. 282.949.284.
3. Altis ehf. - tilboð 1, kr. 290.107.926.
4. Metatron ehf., kr. 308.365.322.
5. Leiktæki og Sport ehf., kr. 338.994.756.
6. Laiderz, kr. 384.324.570.
7. Vallarverk ehf., kr. 448.869.000.


Kostnaðaráætlun var kr. 329.325.000. Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda Altis ehf. - tilboð 3, að fjárhæð kr. 268.960.284 (81,67% af kostnaðaráætlun).

Samþykktin er með fyrirvara um að uppfylltir séu allir skilmálar útboðsins og er sviðsstjóra umhverfissviðs falin afgreiðsla málsins. Vakin er athygli á að samkvæmt 86. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016 þarf að líða 5 daga biðtími frá ákvörðun um töku tilboðs til gerðar samnings. Heimilt er að skjóta ákvörðun bæjarráðs til kærunefndar útboðsmála og er kærufrestur samkvæmt 106. gr. laga um opinber innkaup 20 dagar frá því að kæranda var eða mátti vera kunnugt um ofangreinda ákvörðun.
6. 2401526 - Holtsbúð 87 - samstarf um endurbætur og notkun hússins
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir viðræðum við Setrið eignarhaldsfélag ehf. sem hlaut flest stig m.t.t. valforsendna útboðs og gæðaþátta varðandi samstarfsverkefni um endurbætur, viðhald og rekstur Holtsbúðar 87 - Klaustrið.
7. 2512118 - Garðbæingurinn okkar árið 2025.
Bæjarstjóri gerði grein fyrir ferlinu við val á Garðbæingnum okkar árið 2025. Dómnefnd skipa Sigurbjörg Helena Jónasdóttir, fyrrverandi formaður Kvenfélags Garðabæjar, Björgvin Júníusson, kennari í Álftanesskóla og fyrrverandi framkvæmdastjóri UMFÁ og Sigríður Ósk Hrafnkelsdóttir söngkona.
Alls bárust 155 tilnefningar frá bæjarbúum.
Stefnt er að því að útnefning Garðbæingsins okkar árið 2025 verði í Sveinatungu fimmtudaginn 29. janúar kl. 17:00.
8. 2601430 - Bréf Alþingis varðandi þingsályktunartillögu um Samgönguáætlun fyrir árin 2026-2040 ásamt fimm ára aðgerðaráætlun fyrir árin 2026-2030, 322. mál.
Lagt fram.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda inn umsögn Garðabæjar vegna þingsályktunartillögunnar.
9. 2512400 - Bréf Samgöngustofu varðandi umsögn um geymslustað ökutækja vegna starfsleyfis Okkar Bílaleigu ehf., dags. 22.12.25.
Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að Okkar Bílaleigu ehf., kt. 490211-0390, Kauptúni 6, Garðabæ, verði veitt starfsleyfi til að starfrækja útibú ökutækjaleigu að Kauptúni 6 með allt að 250 bifreiðum, en um er að ræða starfsemi á vegum Toyota á Íslandi.
10. 2601333 - Bréf Golfklúbbsins Setberg varðandi niðurfellingu fasteignagjalda árið 2026, dags. 19.01.26.
Bæjarráð samþykkir að veita Golfklúbbnum Setbergi styrk að fjárhæð kr. 608.202 til greiðslu fasteignagjalda árið 2026.
11. 2601334 - Bréf Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar varðandi beiðni um niðurfellingu fasteignagjalda árið 2026 dags. 16.01.26.
Bæjarráð samþykkir að veita Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar styrk að fjárhæð kr. 11.708.399 til greiðslu fasteignagjalda árið 2026.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00 

Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).