Fundargerðir

Til baka Prenta
Skólanefnd grunnskóla Garðabæjar
19. fundur
08.05.2024 kl. 08:15 kom skólanefnd grunnskóla Garðabæjar saman til fundar Í Urriðaholtsskóla.
Fundinn sátu: Sigríður Hulda Jónsdóttir formaður, Jóhann Steinar Ingimundarson aðalmaður, Bryndís Björk Ásgeirsdóttir aðalmaður, Hannes Ingi Geirsson aðalmaður, Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir aðalmaður, Rakel Steinberg Sölvadóttir áheyrnarfulltrúi, Edda Björg Sigurðardóttir grunn- og tónlistarskólafulltrúi, Linda Udengård sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, Hafdís Bára Kristmundsdóttir fulltrúi skólastjóra, Ragnheiður Stephensen fulltrúi kennara, Rakel Svansdóttir varamaður kennara.

Fundargerð ritaði: Edda Björg Sigurðardóttir grunn- og tónlistarskólafulltrúi.
Gengið var til dagskrár og fyrir tekið: 
1. 2402243 - Unicef - stöðumat og aðgerðaráætlun Garðabæjar
Gunnar Hrafn Richardsson verkefnisstjóri, kynnti aðgerðaráætlun um Barnvænt samfélag (BVS), lögð fram til kynningar.
2. 2312005 - Þróunarsjóður grunnskóla 2024
Rætt var um að úthluta úr Þróunarsjóði grunnskóla öðru sinni á haustmánuðum 2024. Til síðari úthlutunar 2024 eru 28.000.000 en í mars sl. var úthlutað 16.410.667.- Skólanefnd leggur til við bæjarráð að úthlutað verði 11.589.333.- 1. október 2024.
3. 2402492 - Endurmenntunarsjóður grunnskóla 2024
Lögð fram bréf frá Endurmenntunarsjóði grunnskólans um úthlutun styrkja til verkefna á sviði fræðslu- og uppeldismála samtals að fjárhæð kr.5.625.000.-

Um er að ræða eftirfarandi styrki.

Álftanesskóli kr. 575.000
Flataskóli kr. 550.000
Garðaskóli kr. 525.000
Hofsstaðaskóli kr. 325.000
Sjálandsskóli kr. 625.000
Urriðaholtssk. kr. 625.000
Garðabær - fræðslu- og menningarsvið kr. 2.400.000.-

Samtals úthlutað kr.5.625.000.-


4. 2405016 - Kynning og samtal við stjórnendur Urriðaholtsskóla
Skólanefnd þakkar stjórnendum Urriðaholtsskóla fyrir áhugaverða kynningu og lýsir ánægju sinni með að kynnast skólastarfinu með þessum hætti. Skólastjóri fór yfir áherslur skólans, áskoranir og framtíðarhorfur. Skólanefnd óskar nemendum og starfsfólki skólans til hamingju með glæsilegan annan áfanga skólahúsnæðisins sem afhentur var á vordögum 2024.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00. 
Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).