Fundargerðir

Til baka Prenta
Afgreiðslufundir skipulagsstjóra - 1

Haldinn í turnherbergi 3. hæð á bæjarskrifstofunum við Garðatorg,
21.01.2026 og hófst hann kl. 11:00
Fundinn sátu: Arinbjörn Vilhjálmsson skipulagsstjóri,
Hrönn Hafliðadóttir verkefnastjóri skipulagsmála,
Fundargerð ritaði: Arinbjörn Vilhjálmsson, skipulagsstjóri


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2511232 - Framkvæmdarheimild - Sjóvarnir Álftanes
Lögð fram umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdarleyfi vegna sjóvarnarverkefna á Álftanesi samkvæmt samgönguáætlun á eftirfarandi stöðum:
Hliðsnes, Höfðabraut við Hlið, Kasthúsatjörn og Blikastíg.
Framkvæmdarleyfi Náttúruverndarstofnunar liggur fyrir. Skipulagsstjóri samþykkir veitingu framkvæmdarleyfis fyrir gerð sjóvarna á Álftanesi sem eru í samræmi við framlögð gögn í samræmi við 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr. 1182/2022.
2. 2601240 - Hólmatún 59A - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 1
Lagðir fram uppdrættir sem fylgja umsókn um byggingarleyfi vegna 15 m² stálgáms vegna dælu/hreinsistöðvar við Hólmatún.
Uppdrættir eru í samræmi við samþykkt deiliskipulag vegna dælu/hreinsistöðvar við Hólmatún. Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við framlagða uppdrætti.
3. 2601206 - Hraunhólar 6A - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2
Lagðir fram uppdrættir sem fylgja umsókn um byggingarleyfi við Hraunhóla 6a. Hluti byggingar nær lítilsháttar út fyrir byggingarreit. Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við að við veitingu byggingarleyfis verið vikið frá kröfum 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sbr. 3. mgr. sömu greinar, hvað ofangreint atriði varðar. Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr. 1182/2022.
4. 2304055 - Fífumýri 15 - Umsókn um byggingarleyfi
Lagðir fram uppfærðir uppdrættir sem fylgja umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr við Fífumýri 15.
Uppdrættir gera nú ráð fyrir glugga og hurð á vesturhlið bílskúrs. Einnig hefur byggingarefni verið breytt.
Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið og voru því fyrri uppdrættir grenndarkynntir í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Þar sem skipulagslög kveða skýrt á um að ef ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið skal grenndarkynna umsókn um byggingarleyfi vísar skipulagsstjóri umsókninni til grenndarkynningar samkvæmt ofangreindri lagagrein. Grenndarkynna skal eigendum Fífumýrar 12, 13 og 14, Krókamýrar 13,16 18 og 20 sem og Ljósamýrar 1 og 3. Um ákvörðun skipulagsstjóra vísast til viðauka II við samþykkt um stjórn Garðabæjar nr.1182/2022.
5. 2601143 - Vesturhraun 3 - Deiliskipulagsbreyting
Lögð fram umsókn um breytingu deiliskipulags Molduhrauns sem nær til lóðarinnar Vesturhraun 3. Gert er ráð fyrir stækkun byggingarreits við húsgafl að sunnanverðu að götu. Einnig er gert ráð fyrir að ákvæði um vegghæð hækki úr 7,5 í 8,35 m. Tillagan er sett fram á breytingaruppdrætti og fylgja með útlitsteikningar af fyrirhugaðri viðbyggingu.
Skipulagsstjóri metur tillöguna sem tillögu að óverulegri breytingu deiliskipulags Molduhrauns í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar henni til grenndarkynningar í samræmi við 44. gr. sömu laga. Breytt ákvæði um vegghæð skulu eingöngu ná til þeirra stækkunar hússins sem sett er fram í umsókn um byggingarleyfi.
Grenndarkynna skal eigendum og lóðarhöfum að Vesturhrauni 1 og 5 og Suðurhrauni 3 og 12.
6. 2509445 - Útholt 5 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Lagðir fram uppdrættir sem fylgja umsókn um byggingarleyfi fyrir Útholt 5-11, ásamt umsögn deiliskipulagshöfundar. Skipulagsstjóri tekur undir ábendingu í umsögn hvað uppbrot girðinga/skjólveggja varða meðfram lóðarmörkum.
Skipulagsstóri gerir ekki athugasemd við veitingu byggingarleyfis þegar lagfærður lóðaruppdráttur hefur borist.
7. 2509045 - Stekkholt 8 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Lagðir fram uppdrættir sem fylgja umsókn um byggingarleyfi fyrir Stekkholt 8 ásamt umsögn deiliskipulagshöfundar. Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við veitingu byggingarleyfis sem er í samræmi við framlagða uppdrætti.
8. 2512453 - Stekkholt 16 - Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Flokkur 2
Lagðir fram uppdrættir sem fylgja umsókn um byggingarleyfi fyrir Stekkholt 16 ásamt umsögn deiliskipulagshöfundar. Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd um veitingu byggingarleyfis sem er í samræmi við framlagða uppdrætti.
9. 2510424 - Stekkholt 31 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Lagðir fram uppdrættir sem fylgja umsókn um byggingarleyfi fyrir Stekkholt 31-41, ásamt umsögn deiliskipulagshöfundar og gatnahönnuða. Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við minniháttar lagfæringar á lóðarblöðum í kjölfar samráðs gatna- og húshönnuðar um útfærslu.
Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við veitingu byggingarleyfis sem er í samræmi við framlögð gögn.
10. 2511468 - Urriðaholtsstræti 3 - prufu holur - Fyrirspurn til umhverfissviðs
Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd.
11. 2405512 - Þorraholt 2-4 - Umsókn um byggingarleyfi
Skipulagsstjóri gerir ekki athugasemd við lítilsháttar breytingar á aðaluppdráttum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00 

Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).