Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarstjórn Garðabæjar - 1. (971)

Haldinn í Garðaholti,
06.01.2026 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Margrét Bjarnadóttir forseti bæjarstjórnar,
Almar Guðmundsson bæjarfulltrúi,
Björg Fenger bæjarfulltrúi,
Sigríður Hulda Jónsdóttir bæjarfulltrúi,
Hrannar Bragi Eyjólfsson bæjarfulltrúi,
Gunnar Valur Gíslason bæjarfulltrúi,
Guðfinnur Sigurvinsson bæjarfulltrúi,
Þorbjörg Þorvaldsdóttir bæjarfulltrúi,
Ingvar Arnarson bæjarfulltrúi,
Brynja Dan Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi,
Guðlaugur Kristmundsson bæjarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Lúðvík Örn Steinarsson, sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundurinn er hátíðarfundur í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá því að Garðabær hlaut kaupstaðarréttindi.

Fundurinn er hljóðritaður og streymt beint á vef bæjarins.
Margrét Bjarnadóttir, forseti bæjarstjórnar, setti fund og stjórnaði.

Fundargerð bæjarstjórnar frá 18. desember 2025 er lögð fram.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 2506155 - 50 ára afmæli Garðabæjar 2026
Almar Guðmundsson tók til máls.

Þorbjörg Þorvaldsdóttir tók til máls.

Gunnar Valur Gíslason tók til máls.

Sigríður Hulda Jónsdóttir tók til máls.

Guðlaugur Kristmundsson tók til máls.

Brynja Dan Gunnarsdóttir tók til máls.

Bæjarstjórn óskar Ungmennafélagi Álftaness til hamingju með 80 ára afmæli félagsins, sem stofnað var þann 6. janúar 1946.
2. 2601008 - Tillaga bæjarstjórnar í tilefni af 50 ára afmæli Garðabæjar.
Björg Fenger tók til máls og lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Í tilefni af 50 ára afmæli Garðabæjar samþykkir bæjarstjórn Garðabæjar að vinna að byggingu samfélags- og viðburðarhúss í bænum.
Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarráði að undirbúa þarfagreiningu, staðsetningu, hönnun og framkvæmdir."

Greinargerð
Markmiðið með samfélags- og viðburðahúsi er að skapa nýjan kjarna fyrir menningu og samfélagslega starfsemi í Garðabæ. Stuðlað verði að virkri þátttöku ólíkra aldurshópa þannig að húsið verði lifandi hluti af daglegu lífi bæjarbúa, fremur en rými sem aðeins er nýtt við sérstök tilefni.
Ákveða þarf staðsetningu fyrir húsið og vinna vandaða þarfagreiningu, þar sem horft verði til að byggja upp sveigjanlegt og fjölnota rými sem verði í stöðugri notkun allt árið. Við þarfagreiningu verði litið til rýma sem nýtist til fjölbreytts viðburðahalds, sýninga, samkomna og skapandi starfs.
Sérstök áhersla verði lögð á að bæta aðstöðu fyrir Bókasafn Garðabæjar og starfa með börnum og ungmennum, þar sem leik- og athafnarými verði samþætt menningar- og samfélagsstarfi hússins. Jafnframt verði horft til sameiginlegrar notkunar með Hönnunarsafni Íslands og annarri menningarstarfsemi.

Guðfinnur Sigurvinsson tók til máls.

Ingvar Arnarson tók til máls.

Hrannar Bragi Eyjólfsson tók til máls.

Framkomin tillaga samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til baka Prenta

Fylgigögn eru birt með fundargerðum:

  • bæjarráðs, frá og með 12. fundi 2015
  • skólanefndar grunnskóla frá og með 14. fundi 2015
  • mannréttinda- og forvarnanefndar frá og með 16. fundi 2015
  • umhverfisnefndar frá og með 18. fundi 2015
  • leikskólanefndar frá og með 15. fundi 2015
  • menningar- og safnanefndar frá og með 12. fundi 2015
  • íþrótta- og tómstundaráðs frá og með 14. fundi 2015

Reglur um birtingu gagna með fundargerðum (sjá reglur undir stjórnsýslu).