7. maí 2019

19. júní sjóður Garðabæjar

Íþrótta og tómstundaráð Garðabæjar auglýsir eftir umsóknum í 19. júní sjóð Garðabæjar.

Íþrótta og tómstundaráð Garðabæjar auglýsir eftir umsóknum í 19. júní sjóð Garðabæjar.

„Tilgangur sjóðsins er að styrkja og efla íþróttir kvenna í Garðabæ með því að veita fé til uppbyggingar á því sviði“ (skipulagsskrá sjóðsins).

Umsóknarfrestur er til 10. maí 2019.
Sótt er um rafrænt inni á Mínum Garðabæ. 

Gefa þarf upp:
1. Umsækjandi: íþróttafélag/stofnun/einstaklingur
2. Ábyrgðaraðili: einstaklingur sem er í forsvari fyrir viðkomandi verkefni
3. Lýsing: Markmið verkefnisins og rökstuðningur
4. Tímabil: nákvæm útlistun á dagsetningum við upphaf og lok verkefnis
5. Starfsmenn: upptalning á starfsmönnum og hlutverki hvers og eins
6. Framkvæmda og kostnaðaráætlun: hvernig verkefnið er framkvæmt og kostnaðarskipting í verkefninu

Upplýsingar veitir Kári Jónsson, íþróttafulltrúi Garðabæjar, í netfangi karijo@gardabaer.is .