14. nóv. 2022

Árangur íþróttafólks

ÍTG (Íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar) leitar upplýsinga um árangur íþróttafólks í íþróttagreinum sem ekki eru stundaðar í Garðabæ. 

1. Landsliðsþátttaka: Óskað er eftir upplýsingum um hverjir hafi keppt í fyrsta skipti með A-landsliði eða U-landsliðum. Viðurkenning er veitt það ár sem einstaklingur nær fyrst að keppa með landsliði.

2. Verðlauna á erlendum vettvangi s.s. HM, EM, NM eða sambærilegum mótum hvort heldur er sem einstaklingar, para- eða í liðakeppni.

3. Framúrskarandi árangur: Flokkar eða einstaklingar sem unnið hafa til Íslands-, bikar- eða deildarmeistaratitla, eða ígildi þeirra og tilgreina nafn og kennitölu þeirra.

Upplýsingar sendist til íþróttafulltrúa Garðabæjar á netfangið karijo@gardabaer.is fyrir 1. des nk.

Íþróttafulltrúi Garðabæjar