18. jan. 2019

Auglýsing um afreksstyrki ÍTG

Íþrótta og tómstundaráð Garðabæjar auglýsir eftir umsóknum frá íþróttafélögum um afreksstyrki fyrir einstaklinga og hópa skv. afreksstefnu ÍTG 

Íþrótta og tómstundaráð Garðabæjar auglýsir eftir umsóknum frá íþróttafélögum um afreksstyrki fyrir einstaklinga og hópa skv. afreksstefnu ÍTG grein 3.3 á vef bæjarins.  

Íþróttafélög geta sótt um styrki til ÍTG vegna afreka sinna íþróttamanna í samræmi við 2. grein stefnu þessarar. Einungis íþróttagreinar sem viðurkenndar eru af ÍSÍ koma til greina við úthlutun styrkja.
Þeir aðilar, einstaklingar eða lið, sem til greina koma vegna styrkveitinga eru:
a. Þeir sem stunda íþróttir með íþróttafélagi í Garðabæ.
b. Þeir sem eiga lögheimili í Garðabæ og stunda íþróttir með íþróttafélagi utan Garðabæjar, enda er viðkomandi íþróttagrein ekki stunduð í Garðabæ.

Umsóknir um afreksstyrki skulu berast til íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar fyrir 1. febrúar á þar til gerðum eyðublöðum á „minn Garðabær“.
Með öllum umsóknum skal leggja fram afreksstefnu viðkomandi félags.
Umsóknir berist á „minn Garðabær“.

Upplýsingar veitir íþróttafulltrúi Garðabæjar s. 550 2301 eða karijo@gardabaer.is