22. mar. 2019

Bæjarlistamaður Garðabæjar

Menningar- og safnanefnd Garðabæjar auglýsir eftir rökstuddum ábendingum frá einstaklingum eða samtökum listamanna um útnefningu bæjarlistamanns Garðabæjar

  • Bæjarlistamaður Garðabæjar - ábendingar
    Bæjarlistamaður Garðabæjar - ábendingar

Menningar- og safnanefnd Garðabæjar auglýsir eftir rökstuddum ábendingum frá einstaklingum eða samtökum listamanna um útnefningu bæjarlistamanns Garðabæjar. Óskað er eftir ábendingum til 9. apríl 2019.

Ábending um bæjarlistamann Garðabæjar 2019

Fylla má út eyðublaðið hér fyrir ofan og senda rafrænt á netfang Garðabæjar, gardabaer@gardabaer.is eða skriflega á Bæjarskrifstofur Garðabæjar, Garðatorgi 7.

Einnig má senda ábendingar rafrænt í t-pósti til Huldu Hauksdóttur upplýsingastjóra, hulda@gardabaer.is

Tilkynnt verður um val á bæjarlistamanni á menningaruppskeruhátíð Garðabæjar í lok maí. 
Nánari upplýsingar og reglur má sjá hér.