4. nóv. 2021

Elliðavatnsvegur malbikaður

Fimmtudaginn 4. nóvember er stefnt á að malbika Elliðavatnsveg á milli gatnamóta við Vífilsstaðaveg og golfvallar Odda fyrir hádegi og verður veginum lokað meðan á framkvæmdum stendur.

Fimmtudaginn 4. nóvember er stefnt á að malbika Elliðavatnsveg á milli gatnamóta við Vífilsstaðaveg og golfvallar Odda fyrir hádegi og verður veginum lokað meðan á framkvæmdum stendur. Opið er frá Kaldárselsvegi í Hafnarfiðri að golfvelli. Eftir hádegi er stefnt á að malbika Elliðavatnsveg á milli golfvallar Odda og Kaldárselsvegar og verður veginum lokað meðan á framkvæmdum stendur. Opið er frá Vífilsstaðarvegi í Garðabæ að golfvelli. 

Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 9:00 til 19:00.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.