11. júl. 2022

Lokanir á Vífilsstaðavegi 12. og 13. júlí vegna fræsunar og 14. júlí vegna malbikunar

Vífilsstaðavegur verður lokaður að hluta til vegna fræsunar á malbiki, frá kl. 19:00 þriðjudaginn 12. júlí og frá kl. 18:00 miðvikudaginn 13. júlí og fram eftir kvöldi báða dagana. Á fimmtudag verður svo hluti Vífilsstaðavegar malbikaður og verður gatan því lokuð frá kl. 09:00-16:00

Þriðjudaginn 12. júlí mun Loftorka vinna við fræsun malbiks á Vífilsstaðavegi, milli Reykjanesbrautar og Karlabrautar.  Hefst vinna klukkan 19:00 og mun standa til 23.30.

Lokun-Vifilsstadavegar-12.-juliMiðvikudaginn 13. júlí mun vinna við fræsun á Vífilsstaðavegi halda áfram, þá milli Karlabrautar og Bæjarbrautar. Hefst vinna þá klukkan 18.00 og mun standa til 22.30. Sami kafli verður svo malbikaður á fimmtudag og verður Vífilsstaðavegur því lokaður á fimmtudag frá kl. 9-16.

Lokun-Vifilsstadavegar-13.-juliGötukaflarnir verða lokaðir fyrir alla umferð á meðan framkvæmdum stendur en hjáleiðir verða merktar, eins og sýnt er á meðfylgjandi lokunarplönum. Íbúar eru beðnir velvirðingar á þeim truflunum sem þessar lokanir geta valdið.