Framboðsfrestur til bæjarstjórnarkosninga
Framboðsfrestur til bæjarstjórnarkosninga í Garðabæ, er fram eiga að fara laugardaginn 14. maí 2022, rennur út kl. 12:00 á hádegi föstudaginn 8. apríl 2022.
FRÁ YFIRKJÖRSTJÓRN GARÐABÆJAR
Framboðsfrestur til bæjarstjórnarkosninga í Garðabæ, er fram eiga að fara laugardaginn 14. maí 2022, rennur út kl. 12:00 á hádegi föstudaginn 8. apríl 2022.
Yfirkjörstjórn tekur á móti framboðslistum föstudaginn 8. apríl nk. kl. 11:00-12:00 í fundarsal bæjarstjórnar, Sveinatungu við Garðatorg.
Í samþykktum um stjórn Garðabæjar nr. 773/2013 kemur fram að bæjarstjórn Garðabæjar skuli skipuð ellefu fulltrúum.
Á framboðslista þurfa því að vera að minnsta kosti 11 nöfn og að hámarki 22 nöfn. Enginn má bjóða sig fram á nema einum lista.
Hverjum framboðslista skal fylgja:
- Staðfesting á skráðu heiti og listabókstaf nýrra stjórnmálasamtaka.
- Yfirlýsing allra þeirra sem eru á listanum um að þeir hafi leyft að setja nöfn sín á listann, undirrituð eigin hendi.
- Tilkynning frá þeim stjórnmálasamtökum sem boðið hafa fram listann um það hverjir tveir menn séu umboðsmenn listans sem taki við athugasemdum um ágalla sem kunna að vera á framboðinu.
Framboðslista skal fylgja skrifleg yfirlýsing um stuðning við listann frá kjósendum i Garðabæ. Tilgreina skal nafn meðmælanda, lögheimili hans og kennitölu. Hver kjósandi má einvörðungu mæla með einum lista við hverjar kosningar. Meðmælendur þurfa að vera að lágmarki 80 en að hámarki 160.
Yfirkjörstjórn fer þess á leit við forsvarsaðila framboða að afhenda jafnframt meðmælalista á excel skrá þar sem fram koma nöfn meðmælenda, kennitala og lögheimili.
Varðandi nánari skilyrði og fyrirmæli um framboð er vísað til VII. kafla kosningalaga nr. 112/2021.
Garðabæ, 14. mars 2022
Yfirkjörstjórn Garðabæjar
Sjá upplýsingar um sveitarstjórnarkosningar hér á vef Garðabæjar.