6. mar. 2023

Framkvæmdir vegna gatnagerð og lagnavinnu í Hraunhólum

Garðabær vill upplýsa íbúa um að gatnagerð og lagnavinna sé að hefjast í Hraunhólum.

 

Garðabær vill upplýsa íbúa um að gatnagerð og lagnavinna sé að hefjast í Hraunhólum.

Framkvæmdirnar eru á vegum Garðabæjar, Veitna, HS Veitna, Mílu og Ljósleiðarans og munu hefjast á næstu dögum. Áætlað er að þeim ljúki í september.

Jarðvegskipt verður í götum og lagðar verða fráveitu-, kaldavatns-, hitaveitu- og fjarskiptalagnir. Götulýsing verður tekin niður að hluta og sett upp ný, ásamt því að götur og stígar verða malbikaðir.

Til að tryggja öryggi starfsmanna, verktaka og íbúa á svæðinu þarf verktaki að loka fyrir innkeyrslur og hluta úr vegi á framkvæmdartíma í Hraunhólum. Verktaki mun þess vegna setja upp bráðabirgðarbílastæði í framhaldi af veginum við Lynghóla, sjá meðfylgjandi mynd.

Við þökkum tillitssemina á komandi mánuðum á meðan framkvæmdum stendur.