5. sep. 2022

Framkvæmdir við Holtakot -lítið um bílastæði

Unnið er að miklum breytingum á lóðinni á leikskólanum Holtakoti á Álftanesi um þessar mundir. Vegna aðstæðna eru sundlaugagestir beðnir um að sýna tillit á opnunartíma leikskólans og leggja ekki í stæðin við leikskólann Holtakot á milli 7.30-17 virka daga.

  • Náttúruleikskólinn Krakkakot á Álftanesi
    Leikskólinn Holtakot á Álftanesi

Unnið er að miklum breytingum á lóðinni á leikskólanum Holtakoti á Álftanesi um þessar mundir.  Vegna þessa hefur þurft að loka hluta af bílastæðunum við leikskólann vegna öryggis barnanna og til að geta komið stórum vinnuvélum að svæðinu. Þar að leiðandi er minna af bílastæðum til afnota bæði fyrir foreldra og starfsfólk og eins hefur borið á því að sundlaugagestir noti stæðin.

Vegna aðstæðna eru sundlaugagestir beðnir um að sýna tillit á opnunartíma leikskólans og leggja ekki í stæðin við leikskólann Holtakot á milli 7.30-17 virka daga.