2. júl. 2019

Frístund verður til húsa í Garðaskóla við Vífilsstaðaveg

Frístund eftir skóla verður til húsa í Garðaskóla við Vífilsstaðaveg frá hausti 2019. 

Frístund eftir skóla verður til húsa í Garðaskóla við Vífilsstaðaveg frá hausti 2019. Frístundin er fyrir börn með sérþarfir í 5. til 10. bekk við grunnskóla í Garðabæ sem eiga lögheimili í Garðabæ. Starfsemi frístundarinnar hefst 26. ágúst 2019.

Í frístundaklúbbnum gefst börnunum tækifæri til að dvelja við leik og skapandi störf eftir að skólastarfi lýkur. Starfsemi frístundarinnar fellur undir lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.

Markmið frístundaklúbbsins er að veita börnum sem þar dvelja öruggt athvarf og bjóða þeim upp á skipulagðar tómstundir við hæfi hvers og eins. Leiðarljós starfseminnar eru fagleg vinnubrögð, foreldrasamstarf og virðing fyrir einstaklingunum, aðstandendum þeirra og starfsfólki.

Umsóknareyðublöð má finna á MinnGarðabær (undir kafla 06. Málefni fatlaðs fólks)

Frekari upplýsingar gefur Karítas Bjarkadóttir sími 845 3220, netfang: karitasbja@gardaskoli.is