4. feb. 2020

Heiðmerkurvegi lokað vegna hálku

Heiðmerkurvegi hefur verið lokað tímabundið vegna hálku. 

  • Heiðmerkurvegi lokað vegna hálku
    Heiðmerkurvegi lokað vegna hálku

Heiðmerkurvegi hefur verið lokað tímabundið vegna hálku.  Vegurinn er nálægt vatnsverndarsvæði og því er engin söltun þar.  Lokað verður á meðan ástandið varir, mögulega í 2-3 daga. 

Vegfarendur eru vinsamlegast beðnir um að virða lokunarskilti við veginn.