28. okt. 2021

Hesthúsalóðir á Kjóavöllum

Garðabær auglýsir lausar til úthlutunar hesthúsalóðir á Kjóavöllum -Rjúpnahæð. 

Garðabær auglýsir lausar til úthlutunar hesthúsalóðir á Kjóavöllum -Rjúpnahæð. Á meðfylgjandi mynd má sjá hvaða lóðir eru lausar. Bleiklitaðar lóðir hafa þegar komið til úthlutunar, aðrar lóðir eru lausar.

Einstaklingar sem og lögaðilar geta sótt um hesthúsalóðirnar.

Gatnagerðargjald á hesthúsalóðum er samkvæmt gjaldskrá 23.587 kr. á hvern byggðan m2 í húsi og breytist í samræmi við breytingar á byggingarvísitölu miðað við grunnvísitölu í október 2021 sem er 157,2 stig.

Við úthlutun lóða er greitt byggingarréttargjald sem er sama krónutala og álagt gatnagerðargjald. Byggingarréttargjald er ekki greitt af fermetrum umfram 240.

Nánari upplýsingar um gatnagerðargjöld af einstaka húsum hér.

Deiliskipulagsuppdráttur hér.

Úthlutunarskilmálar hér.

Á Kjóavöllum er hesthúsahverfi og athafnasvæði hestamannafélagsins Spretts með reiðhöll og íþróttaleikvangi fyrir hestaíþróttir.

Garðabær og Kópavogsbær hafa sameiginlega staðið að samþykkt deiliskipulags fyrir hesthúsahverfi og íþróttaleikvang að Kjóavöllum. Samkvæmt deiliskipulaginu er gert ráð fyrir að innan bæjarmarka Garðabæjar muni rísa 85 ný hesthús með að hámarki 1600 hross sem byggjast upp á næstu árum. Fyrir eru 23 hesthús í Andvarahverfi.

Bæjarritari gefur frekari upplýsingar um lóðirnar og hægt er að bóka viðtal við hann hjá þjónustuveri Garðabæjar.