3. apr. 2020

Hvatningarsjóður ungra listamanna

Auglýst er eftir umsóknum um styrki í Hvatningarsjóð fyrir unga listamenn í Garðabæ.

  • Ertu með góða hugmynd?
    Ertu með góða hugmynd?

Auglýst er eftir umsóknum um styrki í Hvatningarsjóð fyrir unga listamenn í Garðabæ.

Einstaklingar og hópar geta sótt um styrk til hvers kyns listviðburða eða verkefna sem fara fram á árinu og næsta ári. Tekið verður sérstaklega tillit til verkefna/viðburða sem fara fram í Garðabæ og eru til þess fallnir að efla menningarlíf bæjarins. Styrkur er ekki ætlaður til náms eða námskeiða. Þeir einstaklingar koma til greina við úthlutun styrkja sem hafa fasta búsetu (lögheimili) í Garðabæ og eru á aldrinum 15-25 ára. Hópar sem fá styrk verða að vera samansettir af einstaklingum þar sem meirihluti hefur fasta búsetu í Garðabæ. Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til og með 3. maí nk. Styrkir úr Hvatningarsjóði fyrri ára hafa verið á bilinu 30 -150 þúsund krónur að jafnaði undanfarin ár. Úthlutun styrkjanna fer fram á menningaruppskeruhátíð Garðabæjar.

Rafræn eyðublöð eru á íbúavefnum Mínum Garðabæ. (Umsækjendur yngri en 18 ára verða að fá forráðamann til að skrá og senda inn umsókn af Mínum Garðabæ)