29. apr. 2022

Kjörfundur

Kjörfundur vegna kosninga til bæjarstjórnar Garðabæjar, er fram eiga að fara laugardaginn 14. maí 2022, verður í íþróttamiðstöðinni Mýrinni og Álftanesskóla.

  • Turn tekin úr kirkjuturni

Kjörfundur vegna kosninga til bæjarstjórnar Garðabæjar, er fram eiga að fara laugardaginn 14. maí 2022, verður í íþróttamiðstöðinni Mýrinni og Álftanesskóla.

Í íþróttamiðstöðinni Mýrinni verður kosið í eftirfarandi kjördeildum.

I. Kjördeild Aftanhæð – Brekkubyggð

II. Kjördeild Brekkugata - Garðatorg

III. Kjördeild Gilsbúð - Holtsvegur 18

IV. Kjördeild Holtsvegur 23 - Kjarrás

V. Kjördeild Kjarrmóar - Ljósamýri

VI. Kjördeild Lyngás - Njarðargrund

VII. Kjördeild Norðurbrú - Strandvegur

VIII . Kjördeild Strikið - Ögurás


Í Álftanesskóla verður kosið í eftirfarandi kjördeildum.

I. Kjördeild Asparholt – Lambhagi

II. Kjördeild Litlabæjarvör – Þóroddarkot

(Húsanöfn)

Sjá nánari upplýsingar um einstaka götur á vef Garðabæjar gardabaer.is

Íslenskir námsmenn sem búsettir eru á Norðurlöndum og sótt hafa um að verða teknir á kjörskrá og áttu síðast lögheimili hér á landi í Sveitarfélaginu Álftanesi eða Garðabæ eru allir á kjörskrá í I. kjördeild í íþróttamiðstöðinni Mýrinni.

Kjörfundur mun hefjast kl. 09:00 og standa til kl. 22:00.

Yfirkjörstjórn hefur aðsetur í íþróttamiðstöðinni Mýrinni á meðan á kjörfundi stendur og hverfiskjörstjórn Álftaness verður með aðsetur í húsnæði Álftanesskóla.

Talning atkvæða fer fram í Urðarbrunni, hátíðarsal Fjölbrautaskólans í Garðabæ.

Yfirkjörstjórn Garðabæjar

Kjördeildir og götur fyrir sveitastjórnarkosningar -Álftanes

Kjördeildir og götur fyrir sveitastjórnakosningar -Mýrin