4. maí 2022

Kjörskrá Garðabæjar

Kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga er fram eiga að fara laugardaginn 14. maí 2022 mun liggja frammi almenningi til sýnis í þjónustuveri Garðabæjar í Ráðhúsinu við Garðatorg, frá og með 22. apríl 2022 til kjördags.

  • Turn tekin úr kirkjuturni

Kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga er fram eiga að fara laugardaginn 14. maí 2022 mun liggja frammi almenningi til sýnis í þjónustuveri Garðabæjar í Ráðhúsinu við Garðatorg, frá og með 22. apríl 2022 til kjördags.

Á kjörskrá skal taka þá sem uppfylla skilyrði 4. gr. kosningalaga nr. 112/2021 og skráðir eru með lögheimili í sveitarfélaginu samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár miðað við 6. apríl 2022.

Eftirfarandi skilyrði þarf að uppfylla:

1. Að vera íslenskur ríkisborgari.
2. Að vera 18 ára þegar kosning fer fram.
3. Að vera danskur, finnskur, norskur og sænskur ríkisborgari óháð búsetutíma.
4. Að vera erlendur ríkisborgari með 3 ára samfellda búsetu (lögheimili) á Íslandi

Námsmenn o.fl. sem dvelja á hinum Norðurlöndunum hafa hér kosningarrétt enda hafi þeir sótt um það rafrænt til Þjóðskrár Íslands að vera teknir á kjörskrá.

Athugasemdum við kjörskrá skal samkvæmt 32. gr. kosningalaga nr. 112/2021 beint til Þjóðskrár Íslands sem tekur þær þegar til meðferðar og gerir viðeigandi leiðréttingar. Slíkar leiðréttingar má gera fram á kjördag.

Bæjarritari