30. jún. 2020

Malbikun á Hraunholtsbraut í Ásahverfi

Í dag, þriðjudaginn 30. júní verður unnið við malbikun á Hraunholtsbraut, frá Ásbraut að hringtorgi við Álftanesveg, og hringtorgið við Álftanesveg, ef veður leyfir. 

  • Malbikun á Hraunholtsbraut og hringtorgi við Álftanesveg
    Malbikun á Hraunholtsbraut og hringtorgi við Álftanesveg

Í dag, þriðjudaginn 30. júní verður unnið við malbikun á Hraunholtsbraut, frá Ásbraut að hringtorgi við Álftanesveg, og hringtorgið við Álftanesveg, ef veður leyfir.

Byrjað verður um klukkan 9 og unnið fram eftir degi. Reiknað er með að framkvæmdum ljúki um 20:00
Götukaflinn verður lokaður fyrir alla umferð á meðan framkvæmdum stendur, en hjáleiðir verða merktar.

Vegfarendur eru beðnir um að fara varlega og fylgja merktum leiðum.