5. okt. 2021

Malbikun á hringtorgi á Arnarnesvegi

Miðvikudaginn 6. október er stefnt á að malbika hringtorg á Arnarnesvegi við Fífuhvammsveg og Bæjarbraut. Hringtorginu verður lokað í áföngum en umferð verður stjórnað eftir þörfum framhjá framkvæmdasvæði. 

Miðvikudaginn 6. október er stefnt á að malbika hringtorg á Arnarnesvegi við Fífuhvammsveg og Bæjarbraut. Hringtorginu verður lokað í áföngum en umferð verður stjórnað eftir þörfum framhjá framkvæmdasvæði. 

Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 9:00 til kl. 16:00.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.